Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Qupperneq 10

Eimreiðin - 01.09.1922, Qupperneq 10
202 UPPELDI OQ SKÓLAR EIMREIÐIN maður á að hafa það algerlega á valdi sínu og getur ekki vænst aðstoðar úr neinni átt. Það er t. d. mun hægara fyrir börn að láta leiða sig með spurningum en að verða að segja frá eftir eigin megni án minstu aðstoðar. Aðalatriðið er, eins og eg tók fram, að barnið verði ger- andinn. Fyrsta skilyrðið til góðs árangurs er þess vegna að vilji barnsins sé að starfi annaðhvort af beinum áhuga, sem kennarinn hefir knúð fram í því með því að þroska í því skylduhvöt, samviskusemi, lífslöngun, metnað o. s. frv. Verður alloft ekki hjá því komist, að notast við þennan óbeina áhuga að meira eða minna leyti, því að ekki eru öll viðfangsefni öllum börnum jafnhugljúf. Eg vil, meira að segja, halda því fram, að barninu geti verið hollara, að þurfa að taka á sjálfsögun til þess að ráða við einhverja námsgreinina, en að alt sé því jafnlétt og hugnæmt, og liggja til þess mörg rök, er ekki er hér rúm að telja. Það má skifta kensluaðferðinni í þrjú stig. Fyrsta stigið er það, að kennarinn setur fyrir og hlýðir yfir, og er þá kennarinn gerandinn, eða sá er þrýstir á minnisfjöðrina og fær málfærin til þess að ganga, eins og vísinn á klukkunni. Þessi aðferð er nú fordæmd, en með fordæming hennar hefir skolast burtu of mjög tvent gott, er hún hafði við sig, en það var stæling minnisgáfunnar og sjálfsögun sú, er þessi áðferð hlaut að hafa í för með sér, vegna þess að börnin urðu oft að leggja all- mikið að sér, til þess að skila Iexíum sínum á réttum tíma og nákvæmlega. Annað stig kensluaðferðarinnar er það, sem eg drap á hér að framan. Kennarinn fræðir og útskýrir, spyr og rannsakar. En í flestum tilfellum mun það vera hann, sem ræður ferð- inni, og það er hann, sem er hinn starfandi aðilji. Arangurinn fer þá eftir því, hve vel kennaranum tekst að ná tökum á börnunum, er þau veita móttöku fræðslu hans og útskýring- um. Úr hinu mun verða of lítið oft og tíðum, að þau sjálf hugsi og álykti, rannsaki og útskýri. Þriðja stigið er það, er börnin eru reglulegir starfsmenn. Kennarinn útskýrir að vísu og fræðir, en hann Ieggur miklu meiri áherslu en nú er gert á það, að láta börnin rannsaka sjálf, hugsa, ræða og útskýra efnið. Svo kann nú að virðast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.