Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 11

Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 11
eimreiðin UPPELDI OG SKÓLAR 203 í fljótu bili, að mjótt sé á muninum á þessari aðferð og þeirri, er eg nefndi annað stigið, en sannleikurinn er sá, að munur- inn er allmikill í framkvæmdinni. Það er nú trúa mín, að með því að taka eina námsgrein fyrir í einu, sé auðveldara að fá börnin til að taka á af al- efli. Það á mikinn þátt í að tefja framför andlegs þroska barna, að kringumstæðurnar, sem þau búa við, gefa þeim ekki ráðrúm til þess að festa hugsunina við eitt efni og hugsa djúpt. Því meiri hrærigrautur, sem er á hugmyndunum, sem barnið tekur við, og því fleiri sem hugmyndirnar eru á sama fíma, því síður hefir barnið tækifæri til að hugsa. Því meira sem hugsuninni er dreift, því grynnri verður hún. Þetta atriði skýrir það, hvers vegna sveitabörn virðast hafa dýpri og afl- Weiri hugsun, en aftur á móti seinlátari og þyngri í vöfunum etr kaupstaðarbörn, og þá um leið að skilningur þeirra á Iíf- mu og daglegum hlutum er oft þroskaðri en kaupstaðarbarna. Eg geri ráð fyrir, að kennarinn semji áætlun um það, hve rmkið verði tekið fyrir um hvern hálfs mánaðar tíma, en setji alls ekki fyrir frá degi til dags. Notar hann suma tímana til frásagnar og útskýringar, en aðra til þess að láta börnin rannsaka og álykta. Lætur hann þau sjálf finna villur sínar með eigin rannsókn í öllu, sem við verður komið. Próf vil eg hafa á hálfs mánaðar fresti af mörgum ástæðum. Með þeim hætti er náminu skift í stutta áfanga, og 9erir það starfið barninu auðveldara. Prófið er æfing fyrir barnið í því að láta í ljós hugsanir sínar. Prófið sýnir betur, kvað er orðið barnsins eign af því, sem það nam, en dagleg Vfirheyrsla. Nauðsynlegt er að prófa oft, því að þá er prófið uPprifjun, en þörf er að rifja oft upp, ef gagn á að vera að. Prófin hugsa eg mér með nokkru öðrum hætti en nú er Venja. Tel best, að þau séu sem fjölbreyttust. Skyldi ýmist Prófa munnlega eða skriflega, og taka þá tillit til framsetn- Ingar, bæði í máli og riti. Vrði þá prófið einnig óbeinlínis Próf í móðurmálinu. Velja ætti spurningar á ýmsa vegu, ýmist bannig, að öll gerðu grein fyrir því sama skriflega, eða að hvert barn mætti sjálft velja sér prófefni úr því, sem haft hefði verið til meðferðar þann hálfa mánuðinn, og fengju þau ká áð vita það með t. d. tveggja daga fyrirvara. Kæmi þá í

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.