Eimreiðin - 01.09.1922, Qupperneq 12
204
UPPELDI OG SKÓLAR
EIMREIÐIN'
ljós, hvert hefði mestan rannsóknardugnað og hvaða efni sér-
hverju væri hugljúfast. Börnin mættu einnig fá undirbúnings-
tíma, þótt sama efni væri valið handa öllum, en þó mætti það
í hvorugu tilfellinu vera altaf. Oðruhvoru ætti prófið að koma
að þeim óvörum, bæði munnlegt og skriflegt. Upplestrarleyfi
ætti aldrei að gefa. Marga aðra tilbreytni ætti að viðhafa til
þess að tryggja það að prófin yrðu uppeldismeðal, en það
gætu þau verið frábært, ef rétt væri með þau farið.
Þetta próf á hálfs mánaðar fresti á við um þá námsgrein,
er þann tímann væri heimalestrarnámsgrein. í öðrum náms-
greinum þyrfti varla að prófa eins oft, en þó nauðsynlegt við
og við, t. d. á þriggja vikna eða mánaðar fresti.
Eg ætlast til að náttúrufræði, landafræði, saga, þjóðfélags-
fræði, vinnufræði og siðfræði verði kendar með þessari að-
ferð. Eg nefni hér þrjár námsgreinir, sem mörgum mun þykja
nýstárlegt að heyra nefndar í sambandi við barnaskóla. Vil
eg síðar gera stuttlega grein fyrir, hvað fyrir mér vakir í
þessum efnum.
Kristin fræði, eða réttara sagt, þroskun trúartilfinningar-
innar, sem er vafalaust vandasamasta viðfangsefni skólannar
vil eg fara með á sérstakan hátt.
Er þá þess að gæta, að byrja á því að innræta börnunum
virðingu fyrir guðsorði. Ætti skólinn daglega að byrja starf
sitt með því að sunginn er sálmur og eitt barnið les kafla úr
biblíunni og bæn. Skyldi verja til þess 15—20 mínútum. Auk
þess tæki kennarinn einn tíma vikulega fyrstu 3 árin, til þess
að segja börnunum helstu æfiatriði jesú og bestu manna, sem
biblían getur um. Síðasta árið tæki hann svo tíma til að fara
yfir sögu kristninnar og sögu Gyðinga. Vrði í þessu efni að
gæta meiri varkárni en í öðrum námsgreinum í því að missa
ekki sjónar á því aðalatriði, að sú djúpa lotning, sem innræt-
ist barninu ósjálfrátt, er það lærir Faðirvorið af vörum trú-
aðrar móður, særist ekki eða dofni. Eg geri ekki ráð fyriD
að kennarinn setji börnunum fyrir í kristnum fræðum, en leyfi
þeim að lesa algerlega eftir eigin geðþótta. Hann segir að
eins hvað hann tekur fyrir næst, og lætur þau svo sjálfráð,
hvort þau lesa eða ekki. Eg hefi svo mikla trú á trúnni eða
trúarþörfinni, að ef virðingin er glædd, og engin þvingun er