Eimreiðin - 01.09.1922, Qupperneq 18
ElMREIÐlN
Blómin og veðrið.
Eítir séra Ólaf Ólafsson frá Hjarðarholli.
»Slæmt veður; gott að eiga húsaskjól; best að vera inm.
þegar svona er«. Þannig komumst við að orði í byljum og ill'
viðrum á vetrum, og gott er að hugsa til þess, að auk þess
sem hvert mannsbarn á landi voru á sér húsaskjól, þá er nu
og svo komið að víðast eru einhverjir kofar til yfir húsdýr
vor, skepnurnar, sem svo margir lifa af. Margir fuglar hypja
sig í holur eða afdrep og hýrast þar meðan veðrið líður hjá;
rjúpan lætur fenna eða skefla yfir sig o. s. frv. — Grasa,
jurta og blómabygðin sefur þá að jafnaði undir fannbreiðu
vetrarins, og getur því verið áhyggjulaus um sinn hag.
En það kemur líka fyrir, þótt vetur sé genginn og vorið
komið, já, jafnvel um hásumarið, að okkur þykir gott að eiga
húsaskjól og vera inni er rok og rigningardagar koma. Um
hásláttinn geta einatt komið dagar og dagstundir, er varla er
fært út úr húsi, er enginn sést í sveitum standa við verk, það
er þá tíðum eins og alt sem getur fært sig til sé horfið af
yfirborðinu, horfið í eitthvert skjól; enginn fugl sést og ekkert
hljóð heyrist nema hvinurinn í Kára, sem syngur þá sinn
einsöng.
En það er þá, að sumrinu, fleira úti en það, sem getur
flutt sig til og flúið í húsaskjól eða holur. 011 blessuð litlu
fallegu sumarblómin verða þá að vera úti nætur og daSa
hvernig sem veður er, því þau eru staðbundin, föst á öðrum
endanum. Þau geta því ekkert farið eða flúið.
Þegar húsin hristast af átökum stormsins, og regnið lemur
rúðurnar, þá dingla blessuð litlu blómin fram og aftur á sín*
um eina veika fæti, svigna niður að jörð, rísa upp, svigna a
hinn veginn, snúast eins og í hring o. s. frv.
Mann langar til þess, þegar maður situr þá inni í hlýindun-
um og logninu, og horfir á þennan ójafna hildarleik milli hins
sterka og veika, að fara út og sækja þau, bera þau inn 1