Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 26

Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 26
218 TVÍS0NGSLISTIN Á ÍSLANDI EIMREIÐIN gömul og alkunn þjóðlög, sem voru með líkum brag og kirkjulögin. Söngmennirnir höfðu óbundnar hendur með það, hvaðan þeir tóku þessi fylgilög, eða hvernig þeir bjuggu þau til. Stundum sungu þeir þau af munni fram undirbúningslaust, eins og þegar einhver mælir vísu af munni fram. Þeir fóru með lögin hver eftir sínum smekk og skreyttu þau með alls- konar útúrdúrum. En af því að hver söng með sínu nefi, eða eins og honum þótt best fara í það eða það skiftið, en ekki eftir neinum föstum reglum, þá varð söngurinn oft harla af- kár, þó að mikið ætti við að hafa. Um samræmi var ekki hirt í þá daga, því að samræmislögmál sönglistarinnar þektu menn þá ekki, eins og nú á dögum. Fylgilagið var í fyrstu eitt, og var þá kallað discantus (dis- kant) og það nafn höfum vér enn í dag á efstu röddinni eða laginu í fleirrödduðum söng. En þegar fram liðu stundir, þá var fylgilögunum fjölgað. Þau urðu tvö, þrjú, fjögur, fimm eða fleiri. Þegar öll þessi lög voru sungin saman, þá var það á að heyra eins og fugla- kliður á vormorgni, þar sem hver tegundin syngur með sínu nefi. Þó að ekki væri samræminu til að dreifa, þá var þessi söngur þó áhrifamikill; það var mergð tónanna, samkliður þeirra, sem hreif áheyrendurna. Eins og geta má nærri, þá var engum manni unt að greina tekstann sjálfan gegnum allan þennan tónaklið eða hreim. Dálítið sýnishorn höfum vér enn af þessum gamla tónaklið. Allir kannast við hina litlu söngleiki: »Sá eg spóa suður í flóa« o. s. frv. og: »Lóan í flokkum flýgur o. s. frv. Þar eltir hver röddin aðra að upphafi, en koma svo loks allar saman og úr því verður áheyrilegur kliður, einkum ef sungið er samkynja röddum. Til sömu ættar á runhenda sú eða rekstefja rót sína að rekja, sem kölluð er fúga á erlendu máli, og nú er höfð í kirkjuhljómleikjum þeim, sem tónsnillingurinn Sebastian Bach (1685—1750) hefir samið. Munurinn á þessum söngleikjum og hinum gömlu kliðlögum, er sá, að samræmisins er gætt, eins og hvarvetna annars- staðar í söng vorra tíma. Og eitt er vert að taka fram, að þó lag sé fjórraddað, þá er hver rödd eigi sjálfstætt lag, eins

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.