Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Qupperneq 32

Eimreiðin - 01.09.1922, Qupperneq 32
224 TVÍSONGSLISTIN Á ÍSLANDI eimreiðin sér einhverja þýska söngvísnabók á borð við sálma Lob- wassers. Það er enn órannsakað mál. — En víst er það, að séra Olafur kunni þýsku, því að hann hefir snúið þýskum sálmum á íslensku. En hann á heiður skilið fyrir það, eins og séra Oddur, að hann hefir hleypt nýju fjöri í skáldskap 03 sönglist með kvæðum sínum og þýðingum. Séra Olafur er fæddur 1560. Eggert lögmaður Hannesson að Bæ á Rauðasandi ól hann upp og setti hann til menta; síðan var hann með Magnúsi Jónssyni sýslumanni, er kallaður var hinn prúði (+ 1591) og Ragnheiði Eggertsdóttur lögmanns, konu Magnúsar; unni hann þeim hjónum mjög alla æfi síðan. Séra Olafur varð prestur að Sauðlauksdal 1590 og að Sönd- um 1597 og var þar síðan til dauðadags (+ 1627). Séra Ólaf- ur var gáfumaður mikill og guðrækinn og andríkur kennimað- ur og skáld. Allmörg kvæði hans eru kveðin undir »ókendum lögum«, t. d, Sólardiktur. Hann þýddi sálm eftir Melankton, og er þetta upphaf að: »Tak af oss, faðir, of þunga reiði*. og sömuleiðis annan þýskan sálm: »Heiðri Drottin vor hjörn- uð sál«, er endar á fyrirbænarversinu alkunna (sálmab. 1772): »Vors herra Jesú verndin blíð«. — Hann hefir og ort söng- vísur undir Lobwassers lögum, t. d. út af 133 sálmi Davíðs: »Ekkert bræðra elskulegra, ekkert er samlyndi betra, segi eg þér«. Fleiri samtíðaskáld ortu undir þeim lögum, svo sem Bjarni Ðorgfirðingaskáld (Aldasöngur). Því næst tóku yngri skáldin við, svo sem þeir séra Stefán Olafsson og séra Hallgrímur Pétursson. En lítið mun þá Claude Goudimel og Lobwasser hafa órað fyrir því, að lögin við Davíðssálma þeirra mundu á sínum tíma^ verða talin með íslenskum þjóðlögum. Af því að mér er ókunnur Ijóðasaltari Lobwassers, þá gel eg ekki bygt á öðru en upphöfunum á sálmaþýðingum séra Odds um það, hvað af þessum lögum hafi fest hér rætur. Þessi þýðingarbrot standa flest í Melódiu, en þó hefi eg fund- ið fáein í öðrum handritum, sem ekki eru talin þar. Lögin í Melódiu eru sennilega talsvert úr lagi færð, enda átti þýska útgáfan sinn þátt í því, að því er nótnaprentunina snerti. En eftir bragarháttunum að dæma, þá munu eftirfar- andi lög vera komin þaðan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.