Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 52

Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 52
244 ÍSLENSKUR HÁSKÓLI EIMREIÐIN með krafti og trúmensku. Ef báðum aðiljum skilst ekki þetta, er það þarflítill barnaleikur, að vera yfirleitt að burðast með háskóla. Þá hefir íslenska háskólahugmyndin að eins verið »projectmageri«, sem eftir að hafa gengið um ýms lönd »dör paa sidsningen i Island, for det kan ei komme længere«, eins og Grunnavíkur-Jón sagði einu sinni. Það, sem fyrst og fremst hefir verið farið fram á, er, að trygð yrði lóð undir þessar byggingar nú þegar, og að þær yrðu sjálfar undirbúnar og málið alt gerhugsað, — þannig, að það yrði alt tilbúið þegar rætist svo úr með fjárhag, að hægt verði að byrja á sjálfu verkinu. Þá þarf ekki að brenna sig á sama soðinu og oft kemur annars fyrir hér: að annaðhvort sé undirbúningurinn enginn, þegar til á að taka, og alt strandi á því, eða þá að verkunum sé flaustrað af undirbúningslítið, svo þau verði gagnslítil á eftir, og flestir óánægðir með þau. Nei, svo framarlega, sem ekki er líka megn »óáran í mann- fólkinu«, hefði átt að mega, og má, nota erfiðleikaárin til þess að þaulhugsa málið, til þess að undirbúa það alveg í smáu og stóru, gera uppdrætti o. s. frv., — í stuttu máli, lofa mönnum að tala, og tala út, — meðan ekki er unt að gera annað, til þess að allur talandinn þurfi ekki að verða þrándur í götu framkvæmdanna, þegar að því kemur, að hægt er að gera eitthvað. Og það verður því fyr, því fyr sem málið er undirbúið, og því betur sem það er gert. Að sjálfsögðu gleymi eg því ekki, að hér eru fleiri svipuð fyrirtæki á uppsiglingu, einkum landsspítalinn, eins og líka er þakkarvert. En það ætti að vera hægt, að lofa svo landsspítalann, að lasta ekki háskólann. Og þörfin á honum er alveg jöfn eftir sem áður, og það jafnvel þó einhver samvinna gæti átt sér stað milli spítalans og læknadeildar háskólans, eins og nauðsynlegt er nú þegar. Og svo eitt að endingu. Einu sinni þegar verið var að ræða háskólamálið á alþingi undir aldamótin seinustu, mintist lands- höfðinginn m. a. á húsnæðisleysið, og sagði eitthvað á þá leið, að ekki tjóaði að stofna skólann, fyrst hann ætti »ekki einu sinni hús«. Hann hugsaði sér, að hingað kæmi þýskur pró- fessor og spyrði hvar háskólinn væri, og »þá yrði að svara

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.