Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 53

Eimreiðin - 01.09.1922, Síða 53
■EIMREIÐIN ÍSLENSKUR HÁSKÓLI 245 honum, að hann væri að eins til í stjórnartíðindunum«! Síðan hefir margt breytst. Háskólinn er kominn á margar blaðsíður í stjórnartíðindunum, en enn þá á hann »ekki einu sinni hús«. b,ess vegna er nú kominn tími til þess fyrir alla stúdenta þessa lands, unga og gamla, að fara að vinna að því, að eign- ast háskóla, sem er til einhverstaðar annarsstaðar en »að eins í stjórnartíðindunum«. Og þeir ættu að geta það ef þeir vilja. Og þeir vilja þá ekkert geta, ef ekki þetta. Og þetta ætti að verða þeirra mál á næstu árum, — og þeirra »stéttarmál«, eins og nú er móðins að segja, ef þið viljið það heldur, og líka mál allrar alþjóðar í heild. Þess vegna vil eg skora á alla íslenska stúdenta, unga og gamla, heima og erlendis, að taka nú þetta mál á sína arma, og linna ekki látum, á kröftugan en kurteislegan hátt, fyr en það hefir sigrað. Það er framtíðarmál háskólans og á háskól- anum veltur framtíð íslensks menningarlífs að mörgu leyti. Allir geta gert eitthvað, opinberlega eða í kyrþey — geta unnið að því, að skapa það álit sem knýr málið fram, plægja jarðveginn, sem það sprettur úr. Islenskir stúdentar eru auð- vitað dreifðir og ósammála á ýmsum sviðum þjóðmála, lista og vísinda. En í þessu máli á það að hverfa. Þar segja þeir svipað og Cato gamli forðum, og enda á því allar sínar ræður: En hvað sem öðru líður, þá álít eg, að hér vanti háskólahús. T í m a v é 1 i n. Eftir H. G. Wells. (Framhald) Fleiri og fleiri komu, og brátt var hópur utan um mig, líklega einir átta til tíu, af þessum fríðu mönnum. Einn af þeim ávarpaði mig. Eg fann það á mér, einhvern veginn, að rödd uiín mundi verða of sterk og djúp fyrir þá. Eg hristi því höf- uðið, benti á eyrun á mér, og hristi aftur höfuðið. Hann kom einu skrefi nær enn, hikaði, og snerti svo hendina á mér. Eg fann að fleiri hendur, ákaflega mjúkar, snertu mig á bakinu

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.