Eimreiðin - 01.09.1922, Qupperneq 58
250
RITSJÁ
EIMREIÐIN
synlegur þeim, sem ekki eru lærðir á þessi efni, lil þess að skilja sjálfa
siðaskiftasöguna, og hefði því að réttu lagi átt best heima í upphafi 1-
bindis. En í páfadóminum var hér sem annarssfaðar um tvennskonar vald
að ræða, sem oft voru á talsvert öndverðum meiði hvort við annað, ver-
aldlega vaidið og andlega valdið eða kirkjuvaldið, hvort með sín lög,
embættisstétt og valdsvið. Var því ekki furða, þótt oft rækist á. Rekur
höfundurinn hvorttveggja, annarsvegar konungsvaldið, alþingi og embættis-
menn (hirðstjóra, lögmenn, sýslumenn og hreppstjórn), en hinsvegar
kirkjuvaldið, réttargrundvöll þess, tekjugreinir kirkjunnar, stjórn hennar,
klausturlifnað o. s. frv. Er þessi inngangur mjög fróðlegur og skýr.
Meginefni bókarinnar er því næst skift í 19 kap.. 1. kap. (bls. 56 —117)
er mestmegnis um hinar stórkostlegu erfðaþrætur, sem kallaðar hafa verið
Vatnsfjarðarmál vegna þess, að einn stærsti þátturinn í þeim varð hin
snarpa barátta milli veraldlegra og andlegra um eignarheimild að Vatns-
fjarðarstað. Þessi mál voru afskaplega flókin og langvinn, svo að það
tekur víst öllum slíkum málum hér fram, og voru þó mörg þeirra all-
sæmileg í þessu efni. En því hefir höf. rakið þessi mál svo vandlega hér,
að þau ná fram á siðaskiftaöldina, og verða ekki skilin til fulls, nema
tekin séu frá rótum.
2. kap. (bls. 118—147) er um ©gmund Pálsson til 1522, eða þar til
hann tekur við Skálholtsstóli að fullu, og fær maður hér þegar góða
mynd af þessum gerðarlega, ráðríka og nokkuð hrottalega manni, sem
örlögin sveifluðu svo afskaplega fram og aftur, upp á hæsta tind valda
og auðlegðar og niður í það að verða blindur, sjá sitt helgasta áhuga-
mál verða fótum troðið af vinum hans og loks verða fangaður og deyja
af hrakningum í fjandmanna höndum.
3. kap. (bls. 147—156) skýrir frá því, er ©gmundur tók við stólnum.
Sést hér hve gífurlegt fjársafnið á stólunum var. Telur höf. að Skálholts-
bisk. hafi haft, er miðað sé við verðlag fyrir heimsstyrjöldina síðustu,
80—100,000 kr. tekjur, auk sektarfjár, sem gat verið afarmikið, og hefir
verið afarmikið á dögum ögmundar. Það þurfti meir en iitla karla i
krapinu til að stjórna þessu öllu svo vel færi, enda var Ogmundi ekki
dugnaðar og stjórnsemi vant.
4. kap. (bls. 156—181) segir sögu Vatnsfjarðarmála urn daga Ogmundar
biskups, og hversu kirkjan, meira með mætti en lögum, sölsaði Vatns-
fjörð undir sig.
5. kap. (bls. 182—211) er um yfirgang Ogmundar biskups og siða-
vendni, og 6. kap. um ríki og stjórn Ogmundar að öðru leyti og hátt-
semi hans. Dregur höfundurinn í þessum tveim kap. upp allskýra mynd
af Ogmundi biskupi, og að því er eg hygg, laukrétta. Hann sýnir okkur
fyrst og frems't kaþólskan biskup á háveldistíma kirkjunnar, þegar ekkert
fékk rönd við reist, einkum hér á landi, þar sem konungsvaldið var
fjarri, það eina vald, sem gat verið nokkur hemill á sjálfræði biskupanna.
Það þarf siðferðisþrek meira en alment gerist til þess, að geta farið
með slíkt vald samviskusamlega. En nú var Ogmundur að vísu enginn