Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 24
120
BOÐBERAR ÓDAUÐL.-KENN.
EIMREIDIN1
um um framhaldslífið með rannsóknum. En oft rennur þetta
tvent svo saman í eina heild, að það verður naumast að-
greint. Sálarrannsóknamennirnir safna fyrst og fremst stað-
reyndum í sálrænum efnum; því næst meta þeir þessar stað-
reyndir, liða þær sundur, sýna fram á, hverjar að sjálfsögðu
eða ef til vill eigi jarðneskan uppruna, og benda á, hverjar
svo verði eftir, sem ekki verði skýrðar, nema ef gert sé ráð
fyrir, að þær eigi að einhverju leyti upptök sín utan mann-
heimsins. Spíritisminn byggir á þessum staðreyndum. En hann
hefur jafnframt tekið að sér að reyna að gera hina nýju
þekking arðberandi fyrir andlegt líf mannanna frá heimspeki-
legu og trúarlegu sjónarmiði.
Eg get ekki stilt mig um að minnast nú á erindi eftir
þýzkan merkismann, erindi, sem ég geri ráð fyrir, að sumir
hafi lesið. Höf. var að tala um Iíkt efni og ég er að tala um
nú. Og í erindi hans eru þessi ummæli:
»Ekki allfáir hafa lagst í spíritismann, sem reynir að sanna
framhaldslíf sálarinnar með staðreyndum, er þeir láta svo sem
hafi gerst. Ekkert gagn er að því! Andasýnirnar hafa hingað
til annaðhvort ekki verið lagðar undir alvarlega vísindalega
rannsókn eða ekki staðist hana. Svo að þar er þá ekkert að
græða«.
Þessi ummæli geta ekki verið neinum til fræðslu, en ættu
að vera mönnum til viðvörunar. Þau eru svo ógætileg og svo
fráleit. Sannleikurinn er sá, að það er ekkert vit í því, að
tala svo um þær staðreyndir, sem spíritisminn byggir á, að
menn »láti svo sem þær hafi gerst*. Þær hafa verið lagðar
undir vísindalega rannsókn, og þær hafa staðist hana. Þær
hafa verið sannaðar af vísindalegri nákvæmni og vandvirkni
af sumum af nafnkendustu vitmönnum veraldarinnar. Þessu
verður ekki mótmælt nema af vanþekking. Um hitt má deila
og er deilt, hvort spíritisminn dragi réttar ályktanir af stað-
reyndunum. Vér getum ekki fullyrt, að ályktanirnar séu sann-
aðar með sama hætti eins og staðreyndirnar. Vér getum deilt
um það, að hve miklu leyti þessar staðreyndir sanni fram-
haldslífið. Vér getum jafnvel deilt um það, hvort þær sanni
það að nokkru leyti, eða hvort þær eingöngu sanni kynja-
öfl, sem með manninum búi. Eg fyrir mitt leyti hef ekki get-