Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 106
202
RAUÐA DANZMÆRIN
eimreidin
um vandkvæðum bundið að æfa að nóttu til, vegna þess að
lítt mögulegt er að hafa nauðsynlegt eftirlit með æfingunum.
En með því að láta þá nota svört gleraugu, bjóst ég við að
geta látið æfingarnar ná tilgangi sínum til fulls. Æfingarnar
fóru fram með mestu leynd. Enginn lifandi maður hafði hug-
mynd um tilganginn með þeim, né vissi um hvar og hvenær
útrásin skyldi gerð, nema einir sex eða sjö liðsforingjar. Þar
sem útrásarmennirnir voru þannig einangraðir frá öðrum, urðu
þeir sárfegnir hverri heimsókn, þá sjaldan slíkt bar að, og
hlustuðu með ákefð á alt, sem frásagnarvert var um athafnir
herdeildar okkar. Eg vissi af langri reynslu, að þessir menn
þarna gátu glaðst af smávægilegustu kýmisögum, þar sem
þeir lifðu við lítt gleðilegar kringumstæður, og sagði ég þeim
því til gamans frá hinni dularfullu spurningu óvinanna:
»Hversvegna að vera að bíða eftir þeim tuttugasta og ní-
unda?«
Frásögn mín um þetta atvik olli meira uppnámi en orðið
hefði í paradís, þó að sjálfur fjandinn hefði oltið þar inn um
hliðið. Það kom nefnilega í ljós, að þann 29. hafði verið
ákveðið að hefja útrásina, en nú var 26. Þó okkur væri alveg
óskiljanlegt, hvernig óvinirnir hefðu getað komist að þessu
leyndarmáli okkar, létum við hefja útrásina nákvæmlega eins
og ætlað hafði verið, nema hvað dagsetningunni var breytt.
Aðfaranótt hins 27. skriðu hermennirnir út úr skotgröfunum,
yfir Auðnina og komu óvinunum að óvörum. Útrásin tókst
vel að öðru leyti en því, að við mistum til allrar ógæfu ung-
an liðsforingja. Þegar hermennirnir voru á leiðinni til baka,
hitti kúla hann í lærið. Ég tók hann þá á bakið og ætlaði
að komast með hann í skotgrafirnar, þegar önnur kúla kom
þjótandi í náttmyrkrinu, fór í gegnum hálsinn á honum og
staðnæmdist í öxlinni á sjálfum mér. Rétt áður en þetta vildi
til, var hann tekinn að segja mér frá einhverju leyndarmáli
frá síðustu Parísarferð sinni. Orðin »ef við aðeins gætum
haft upp á bölvaðri rauðu danzmeynni — — —« komu
fram af vörum hans um leið og þögnin mikla lokaði þeim
fyrir fult og alt.