Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 113
EIMREIÐIN
VÍÐSJÁ
209
°S eínið, og sem tengilið á milli
lífverunnar og hins lífvana. Eins og
rafeindin (orkueindin, electron) sam-
einuð efniseindinni (proton) mynd-
ar frumögnina (atom), á sama hátt
myndar efnið (þ. e. samsafn atom-
anna) sameinað lífvakanum (vition)
lífið eða lífveruna. Út frá þessari
Fugsun og efnafræðiþekkingu nú-
hmans setur dr. Fox svo fram aðra
'ilsátu um aðferð til að framlengja
lífið og viðhalda æskunni. Hér fer
á eftir grein dr. Fox lauslega um-
f'tuð á íslenzku.
Svo virðist sem alheims-jafnvæg-
lsIögmál ráði allri tilverunni, jafnt
^■nni lifandi sem hinni lífvana. Qer-
"uallur hinn sýnilegi heimur — efn-
’sheimurinn — byggist á aðdráttar-
afli og andspyrnu tveggja frum-
"ragna, sem leitast sífelt við að ná
lafnvægi, hinna aðhverfu og hinna
andhverfu strauma ljósvakans. Þeg-
ar jafnvægi (jafnstreymi) næst, þá
f’Yt'jar sköpunin: frá rafeind (elec-
,r°n) til frumagnar (atom), þá frum-
asnahópar (molecules), lofttegundir,
vókvar, fast efni, kemiskar sam-
setningar og loks mótun efnisins.
A þennan hátt hefur sköpunarmáttur
náttúrunnar bygt upp plánetur vorar
°9 sólir og kerfi þeirra. Samhliða
tví að þær eru aðgreindar með
°niælisfjarlægðum, þá eru þær svo
fast tengdar innbyrðis, að röskun á
lafnvægi einnar verkar á alheim-
’nn allan.
Framkoma lífsins flytur með sér
triöja þátt, eða þriðja frumatriði
hlverunnar, en það er heimur
h'nnar lifandi orku, eða ljósvaki
l'fsins. Vísindunum hefur ekki tekist
ennþá að færa sönnur á, að þessi
triðji frumþáttur sé til í raun og
veru. En á sama hátt og ekki er
þektur nokkur skyldleiki eða föst
tengsl á milli hinna fullkomnustu
efna og efnasambanda, ólífrænna
eða lífrænna, og hinnar ófullkomn-
ustu lífveru, eins verður að geta
sér til eöa álykta um tilveru þessa
þriðja þáttar. Vér vitum, að efnið
myndast þegar jafnvægi kemst i
milli rafeindarinnar (electron) og
efniseindarinnar (proton). A sama
hátt kviknar lífið (lífveran), þegar
jafnvægi kemst á miili efnisins
og lífvakans (vítion). Lífvakinn, eða
þriðji þátturinn, virðist geta eins og
ofið efninu inn í ný sambönd, og
þar með rofna hin fyrri sambönd,
og önnur ný skapast í sífellu.
í lífveruheiminum verður vart við
hinar sömu tilraunir til jafnvægis á
milli tveggja afla, sem eru sambæri-
leg við hin aðhverfu og andhverfu
öfl f efnisheiminum, og það eru
kynin, karlkyn og kvenkyn. Og þar
er það einnig samruni eða jafnvægi,
sem verður hið skapandi afl til að
mynda eða framleiða nýtt afl eða
ný lífsambönd, samskonar, en þó
frábrugðin í einstökum séreinkenn-
um og með óendanlegri fjölbreytni
til afbrigða.
Einkenni hinnar Iifandi veru á-
kveðst ekki af því efni, sem hún
er sýnilega orðin til úr, heldur af
eiginleikum og magni hins þriðja
frumþáttar, lífvakans. Að öðrum
kosti myndi lífveran endurnýjast
alveg óbreytt. Efnafræðilega eru
allir líkamir eins, en sálfræðilega
eru þeir frábrigðilegir.
Lífvakinn felur í sér, líkt og hið
aðhverfa og andhverfa í ljósvakan-
um (þ. e. rafeindin og efniseindin),
tvo andhverfa frumparta, karlkyn
og kvenkyn. Þegar þessir tveir
14