Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 21
EIMREIÐIN
BOÐBERAR ÓDAUÐL.-KENN.
117
sýnis-kenning sé flutt af einlægni, þá stafi hún oft af örðugu
lundarfari, eða af óvenjulega erfiðum ástæðum; en að stund-
um sé hún nokkurs konar andleg látalæti, dularbúningur, sem
misheppnun og vonbrigði séu klædd í.
Þá eru loks algyðistrúarmennirnir. í þeirra augum er per-
sónulegur ódauðleiki ekki jafn-ákjósanlegur, né heldur jafn-
líklegur, eins og samruni við guðdóminn, líf alheimsins.
Gegn þessari mótbáru hefur því verið haldið fram, að það
sé samboðnara guðshugmyndinni og heillavænlegra fyrir
manninn, að hann voni að fá að halda persónuleikanum og
eigi í því ástandi kost á að komast í vitundarsamband við
föður allífsins. Og menn hafa spurt: Hvers vegna ætti hinn
óendanlegi veruleikur að hafa komið mismunandi fram í tak-
mörkuðum persónuleika — eins og algyðismennirnir trúa, að
9uð hafi gert í mönnunum — ef ekkert framhald á að verða
á þeirri greiningu? Og hvers vegna ætti að leggja það á
hinn takmarkaða persónuleik, manninn, sem oft er bundið
allmiklum þrautum, að læra að þekkja sjálfan sig, bera virð
ingu fyrir sjálfum sér og hafa vald á sjálfum sér, ef enginn
einstaklings-vilji fær að halda áfram að vera til?
Þetta verður að nægja um mótbárurnar og svörin við þeim.
En mig langar til, áður en ég skilst við þessa hlið málsins,
að láta enn getið nokkurra ástæðna, sem menn hafa fært
fyrir ódauðleikatrúnni og bera í raun og veru á sér alþýð-
legri blæ en þær, sem ég hef til fært.
Ein af þeim hefur verið nefnd júridiska röksemdin. Þetta
jarðneska líf fullnægir ekki réttlætistilfinning vorri. Vondum
mönnum kann að farnast vel, og góðum mönnum kann að
ganga erfiðlega. Vér höfum ástæðu til að ætla, að í öðru lífi
jafnist þetta alt saman, og réttlætið nái sér þar betur niðri.
Sumir af mestu djúphyggjumönnunum hafa stutt þessa rök-
semd. Aftur eru þeir menn til, sem hafa fundið það að henni,
að með henni sé leikið á strengi eigingirninnar.
Þá er önnur röksemdin, sem sumum finst vera veigameiri.
Því háleitara sem markmið mannanna er, því meira gildi sem
starf þeirra hefur, því fjær eru þeir því að ná takmarkinu hér
í heimi. Maðurinn, sem lifir fyrir frægð, eða auð, eða völd,
hann kann að fá þrá sinni fullnægt. En maðurinn, sem lifir