Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 32
128
SKÍÐAFÖR í ALPAFJÖLLUM
EIMREIÐIN
aðallega fyrir blóðlitla slæpingja, til að danza eftir klæmnum
»Saxophon«-ropum í næturklúbbum stórborganna. Eg minnist
að hafa séð Kúrda danza eftir ískrandi tónum reyrflautunnar,
í marglitu luktarljósi við tjalddyr á gulum foksandinum —
hálfbera, ljósbrúna flökkumenn, með höfuðbúnað og fjúk-
andi slæður í öllum regnbogans litum, hávaxið, sinabert
fólk, með tígrisdýrs-hreyfingar og glóandi augu. Það var
náttúran í sínu upprunalega eðli, grímulaus, máttug, ægileg.
Steinhafiö — Tyrol.
Að morgni er skafrenningur með hárofi í suðaustri. Það
spáir blíðviðri með sólarupprás. Aðeins tindaraðirnar standa upp
úr kófinu. Otal skörðóttir kambar lykkja sig út í sortann. Leið-
in upp á »Steinhafið« er snarbrött og illkleif á skíðum, enda
þótt maður hafi selskinnsborða undir skíðum sínum til að
varna þeim að renna aftur á bak. Ef hlýtt er í veðri, má
altaf búast við snjóflóðum á þessari leið. Þau sópa digrum
grenitrjám með sér eins og eldspýtnarusli niður í dal. En nú
höfum við ekkert að óttast, því snemma morguns falla aldrei
nema lausaskriður. Eftir því sem hækkar í hlíðunum, verður
skógurinn kyrkingslegri, unz við taka kræklóttar dvergfurur.
Einstaka grenitré stendur upp úr brúskunum á víð og dreif,
hnýtt og bæklað. Hérna heldur Alpa-gemsan sig vetur og