Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 58
154
ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA
EIMREIÐIN
verði ætíð lögð í gerð, en ekki útkljáð með vopnaviðskiftum.
Þessi mál hefur þingið haft til meðferðar ár eftir ár, og árang-
urinn af því starfi hefur einkum komið fram í tvennu: sam-
þyktum Locarno-fundarins 1925 og Briand-Kelloggs-sáttmál-
anum 1928. Að báðum þessum samþyktum var að vísu einnig
unnið af mönnum, sem stóðu utan Þjóðabandalagsins, en
hvorug hefði nokkurn tíma náð fram að ganga, ef Þjóða-
bandalagið hefði aldrei verið til. A Locarno-fundinum gerðu
ríkin Þýzkaland, Belgía, Frakkland, England og Italía samn-
ing með sér, þar sem vesturlandamæri Þýzkalands eru ákveðin
og viðurkend, auk þess sem Þýzkaland gerði þar samninga
við nágrannaríkin Belgíu, Frakkland, Pólland og Tékkó-
slóvakíu um að koma á fót sáttanefnd og gerðardómi til þess
að gera út um öll deilumál, sem upp kunna að koma milli
þessara ríkja. Þetta hefur orðið til þess, að á árunum 1925—
1929 hafa verið gerðir yfir 120 slíkir sáttasamningar milli
ríkja. Undir Kelloggs-sáttmálann hafa fulltrúar flestra þjóða
ritað og þar með fordæmt styrjaldir, hvernig sem síðar gengur,
að halda þau heit. Aftur á móti hefur orðið lítill árangur af
tilraunum Þjóðabandalagsins til að takmarka vígbúnað þjóð-
anna. Eini árangurinn er takmörkun sú á smálestastærð her-
skipaflotanna, sem samþykt var á Washington-ráðstefnunni
1921—’22. Hinsvegar hefur verið unnið mikið að undirbún-
ingi þessara mála, og á það að geta komið að haldi á af-
vopnunarráðstefnu þeirri, sem til stendur að haldin verði á
næsta ári.
Þá er það eitt verkefni Þjóðabandalagsins að vernda rélt-
indi ýmsra þjóðflokka, sem eru undir útlendum yfirráðum, og
sjá um, að ekki sé gert á hluta þeirra. Fyrir heimsstyrjöldina
voru um 60 miljónir manna í Evrópu undir útlendum yfirráð-
um. Við landamærabreytingarnar, sem urðu með friðarsamn-
ingunum, fækkaði þessum mönnum niður í 20 miljónir. Og
þau minnihlutaþjóðerni, sem þá voru eftir, fengu ýms réttindi,
sem Þjóðabandalagið ábyrgist að ekki séu rofin. Sem stendur
eru í gildi 16 slíkir samningar, sáttmálar eða yfirlýsingar um
réttindi minnihlutaþjóðerna í Evrópu. Með samningum þessum
er minnihlutaþjóðernum trygð frjáls notkun móðurmáls síns
og jafnrétti við aðra þegna landsins. Þó njóta ekki minni-