Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 22
118 BOÐBERAR ÓDAUÐL.-KENN. EIMREIÐIN
fyrir hugsjónir sannleikans, fegurðarinnar eða góðleikans, hann
lifir ekki fyrir tímann, heldur fyrir eilífðina, og hans líf getur
ekki náð fyllingu sinni hérna megin grafarinnar. Ef þessar
hugsjónir eru ekki tælandi hillingar, þá á maðurinn rétt á að
vonast eftir því, að líf hans haldi áfram, til þess að ná ann-
arstaðar fyllingu sinni.
Enn algengari er röksemdin, sem dregin er af tilfinninga-
lífinu. Menn hryllir við skilnaði dauðans, og maðurinn krefst
þess að fá að halda áfram samvistum við þá, sem honum
hafa verið ástfólgnir. Hann finnur, að kærleikurinn er það í
eðlisfari hans, sem skyldast er guðdóminum, og fyrir því lítur
hann svo á, sem kröfu kærleikans verði ekki vísað á bug.
Ameríski heimspekingurinn Emerson heldur því fram, að
hvötin, sem menn finna hjá sér til þess að leita að sönnun-
um fyrir ódauðleikanum, sé í raun og veru sterkasta sönn-
unin fyrir honum, sem til sé. »Vér væntum ódauðleikans ekki
eingöngu af því, að vér þráum hann«, segir enskur rithöf-
undur, »heldur af því, að þráin sjálf er sprottin upp af öllu
því bezta og sannasta og göfugasta, sem til er í oss sjálfum.
Hún er skynsamleg, siðferðisleg, samfélagsleg og trúarkend.
Hún hefur sama gildi eins og hinar háleitustu hugsjónir og
göfugustu eftirlanganir mannssálarinnar. Missum vér hana,
varpar það dimmum skugga yfir núverandi líf vort, og máttug
siðferðis-áhrif eru úr sögunni«.
Og svo skal ég enda þennan kafla erindis míns á ummæl-
um franska rithöfundarins og ritsnillingsins Rénan: »A þeim
degi, er trúin á framhaldslífið hverfur af jörðunni, gengur
hræðileg siðferðileg og andleg hnignun í garð. Sumir af oss
kunna að geta verið án hennar, með því skilyrði samt, að
aðrir haldi fast við hana. En það er ekki til nokkur lyfti-
stöng, sem getur reist við heila þjóð, ef hún hefur mist trúna
á ódauðleik sálarinnar«.
Margt er ómótmælanlega afburða snjalt, gáfulegt og, að
því er mér virðist, djúpviturlegt af því, sem komið hefur úr
heimspekinnar átt til stuðnings ódauðleika-vonunum. Ekki
getur verið neinn vafi á því, að það hefur verið mörgum
mönnum mikill stuðningur. En nokkuð líkt má segja um þær