Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 30
126
SKÍÐAFÖR í ALPAF]ÖLLUM
EIMREIDIN
högg, svo hrikti í brúnni. Þegar áin hamastástöplum, heyra veg-
farendur oft hljóðin. Vesalingur! Guð veri sál hennar náðugur!*
Nú var íarið að dimma. Oreglulegir, flöktandi skuggar af
lestinni kastast inn í myrkviðið á báða bóga og týnast loks út
í sortann, danza þar við vatnaskrímsl, villuljós og fjallaanda.
Lestin nemur staðar. Síðasta kippinn upp að kofa gömlu hjón-
anna verður maður að klöngrast upp bratt einstigi og bera
skíðin ásamt gildum bakpoka. Hrímþokan er lögst yfir dalinn
Sæluhús í Alpafjöllum.
og Konungsvatnið (Königssee). íshellan á vatninu brestur og
brakar í sífellu. Nífalt bergmál svarar uppi í fjallshlíðinni, en
tindaraðirnar mótast óglögt við gulsvart loftið.
(Jpp að gistihúsinu litla komum við másandi og guðum á
gluggann. Ut kemur gamla vinkonan okkar, bregður hendi
fyrir augu og hrópar: „Jesus, Maria, Joseph! Griiss Gott!
Ist er nicht da, der islandische Bergkraxler!“ (Er hann ekki
þarna, íslenzki fjallaprílarinn!).
Þegar inn kemur í dökkreyktu sæluhúss-stofuna, standa fjórir
menn upp snögglega. Þeir eru veðurbarðir og grannir, eins
og ungir furustofnar. Fjallamenn heilsast eftir þriggja ára
fjarveru, eins og ekkert hafi í skorist, næstum því steinþegj-
andi, en handtakið er fast. Einn vantar í hópinn, litla heims-