Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 94
190
BAVARD TAVLOR
EIMREIÐIN
í þjóðhátíðinni segir síra Matthias svo í „Sögukaflar af
sjálfum mér“ (bls. 264—65): »1 byrjun samkomunnar steig
Eiríkur Magnússon í ræðustólinn gagnvart konungi og fylgd-
arliði hans og hélt þrumandi lýðfrelsistölu. Þótti þar kenna
sundurgerðar og fékk lítinn róm, enda svaraði hinn snjalli og
stórmannlegi gestur vor frá Ameríku, Bayard Taylor, ræðunni
með völdum orðum í kurteisa átt — mig minnir á þýzka
tungu, og sá ég, að konungi líkaði þá betur«. Ber frásögnum
þeirra Taylors og Matthíasar saman, nerna hvað það snertir,
að hinn fyrnefndi mælti á dönsku, svo sem að ofan er nefnt,
en eigi á þýzku. I frásögn sinni af »mikilsháttar gestum« á
þjóðhátíðinni hefur Matthías ennfremur þetta að segja um þá
Ameríku-gestina (bls. 272): »Loks vil ég með nokkrum orð-
um nefna Bayard Taylor, skáldið og síðar sendiherra Banda-
ríkjanna í Berlín, og Cyrus Field, sem var frægur norðurfari
og fyrsti sæsímaskörungur hjá Englendingum.
Þeir Bayard Taylor og Field voru manna mestir vexti og
hinir drengilegustu, kváðust og vera niðjar Leifs hins heppna
og færa heillaóskir fóstru hans og landi frá Vínlandi hinu
góða, — eins og Bayard segir í kvæði því, er prentað var í
»Sæmundi fróða* og ég íslenzkaði. Dr. Hjaltalín landlæknir
gaf sig mest við þeim, enda áitu þeir bezt saman. Þeir komu á
skipi sér, litlu, og höfðu hrept slæm veður, en lítt voru þeir
félagar sjóhræddir, sagði Eiríkur Magnússon, er með þeim var.
Geta vil ég þess, að Bayard Taylor þýddi lofsöng minn
»0, guð vors lands«, og alt, sem hann skrifaði um land vort,
var merkilegt og vinsamlegt*.1)
Koma Taylors á þjóðhátíðina var Islandi stórhapp og stór-
hagur. Fram til þess tíma vissi alþýða manna í Vesturheimi
sáralítið um land vort og þjóð. Menn eins og George P.
Marsh og Willard Fiske höfðu að vísu ritað af mikilli þekk-
ingu um landið, sögu þess og bókmentir — og enginn skyldi
gera lítið úr merkisstarfi þeirra. En áhrif þeirra náðu þó helst
1) Cyrus West Field (1819—1892) var merkur amerískur fjársýslu- og
framkvæmdamaður. Er hann frægastur fyrir það, að hann var frumkvöð-
ull þess, að sæsfminn var lagður yfir Atlantshaf. — Misminni er það hjá
Matthíasi, að Taylor hafi þýtt lofsöng hans „O, guð vors lands", hann
þýddi, svo sem frá var sagt, „Þingvallaminni konungs".