Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 52
EIMREIÐIN
E>jóðabandalagið tíu ára.
Hinn 10. janúar 1930 voru tíu ár liðin síðan grundvallar-
lög Þjóðabandalagsins öðluðust gildi. Þau eru fyrsti kaflinn í
friðarsamningi þeim, er gerður var í Versölum að ófriðnum
mikla loknum. Hinn 16. janúar 1920 kom ráð bandalagsins
saman á fund í fyrsta sinn. Sá fundur var haldinn í París. I
nóvember sama ár var fyrsti fundur bandalagsins haldinn í
Genf á Svisslandi. Síðan hafa þessi merkilegu alþjóðasamtök
verið að eflast jafnt og þétt, svo að Þjóðabandalagið er nú
orðið það vald, sem engin þjóð, hve voldug sem er, getur virt
að vettugi.
í lok styrjaldarinnar miklu mátti svo segja, að allur heim-
urinn lægi flakandi í sárum. Miljónir manna höfðu fallið á
vígvöllunum og miljónir orðið örkumlamenn. Ofan á þetta
bættist hungur og drepsóttir, fjárhagshrun og upplausn á öll-
um sviðum. Að baki var hrylling styrjaldarinnar, framundan
vonleysið um viðreisn, því
„yngri Uynslóð, hnípin, særð og svikin,
saklaus um þær, vorar skuldir bar.
Hennar þjáning feðraverkið var —“
eins og Stephan G. Stephansson kemst að orði í Jólaerindi
sínu í Vígslóða. En eitt var sameiginlegt öllum á þessum
alvarlegu tímamótum. Þjóðirnar þráðu frið. Án friðar varð ekki
þjáningunni útrýmt né vonleysinu hrundið. Þeir framsýnustu
meðal stjórnmálamannanna sáu, að sá friður varð að grund-
vallast á samvinnu og bræðralagi. Hugmyndin um bandalag
þjóðanna var að vísu miklu eldri en frá þessum árum. En nú
tók Wilson Bandaríkjaforseti hana upp, jók hana og bætti
með aðstoð ýmsra góðra manna, og ber einkum að nefna þá
Robert Cecil, Smuts hershöfðingja og Léon Bourgeois. Eng-
inn einn maður átti eins mikinn þátt í því, að Þjóðabandalagið
komst á stofn, eins og Wilson. Tveim árum áður en banda-
lagið er stofnað leggur hann fyrir þingið í Washington hinar
frægu fjórtán tillögur sínar, sem hann vildi hafa að undirstöðu