Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
ÞJÓÐSKIPULAQ OG ÞINGRÆÐI
137
stað. Engum manni hef ég kynst, er vitrari væri en G. H.f
og sjálfsagt er hann með hygnustu mönnum þjóðar vorrar til
orðs og æðis. Hann er að vísu undarlegt sambland af fjöl-
hæfum manni og einhliða, ef því er að skifta; en hann hefur
þann mikla kost fram yfir marga aðra skynsemdarmenn, að
hann lætur sér ekki nægja að gagnrýna málin; aðalatriðið
fyrir honum er að byggja upp. Læknirinn grípur ekki aðeins
á kýlinu, hann vill og græða það. Aðeins í einu, það ég man,
hinna mikilsverðustu málefna, er hann hefur við fengist, hefur
hann orðið að láta við það sitja að gera tilraun til þess að
kollvarpa án uppbyggingar, — í trúarbrögðunum, sem hann
skrifaði um á yngri árum sínum, enda skal honum það til
vorkunnar virða, þótt hann gæti þar ekki neitt um bætt! Og
engan hérlendan mann veit ég sameina það eins dásamlega
að vera bæði íhaldssamur og framsækinn umbótamaður (stund-
um r°hækur) í tillögum sínum, en venjulega eru málin svo
Sagnhugsuð hjá honum og rökrétt, að alt fellur í Ijúfa löð.
Auk athafna G. H. á þeim vísindasviðum, sem honum virð-
as* l>Sgja að sumu leyti næst, í læknisfræði, mannfræði, bygg-
ingalist — þar meg skipulagsmál bæja —, er lengi munu
alda nafni hans á lofti, en ég af skiljanlegum ástæðum leiði
já mér að dæma um, tel ég starf hans í sjálfstæðismáli
Pioðannnar ótvírætt glæsilegasta afrek hans fram að þessu,
enda þykist ég mega þar um dæma, með því að ég var því
frá upphafi talsvert kunnugur og tók nokkurn þátt í þeim
málum. Á þessu herrans ári 1930 — þúsund ára afmælis hins
íslenzka ríkis -, eftir að liðin eru 10 ár, síðan fullveldi
þjóðarinnar var á ný viðurkent, skal það segjast, að næst
Joni Sigurðssyni átti Guðm. Hannesson einna drýgstan og
áhrifaríkastan þáttinn í þeirri hreinu undirstöðu, sem sjálf-
stæðisbaráttan grundvallaðist á um 12 ára úrslitaskeiðið 1906
1918,i) barátta, er í sambandssáttmálanum lauk með full-
komnum sigri ríkisfullveldisins, sem G. H. — »leikmaðurinn«
i þeirri grein — allra hérlandsmanna bezt hafði skilgreint
I) Er þetta sagt alveg að ógleymdum rannsóknum þeirra dr. Jóns
orkelssonar og próf. Einars Arnórssonar um réttarstöðu landsins, svo
°S atorku Bjarna Jónssonar frá Vogi o. fl.