Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 93
eimreiðin
BAVARD TAVLOR
189
hve merkileg íslenzka þjóðin sé frá sjónarmiði sagnfræðinga
og málfræðinga, að hún sé einstæð í veraldarsögunni. Hann
furðaði sig á mentun þjóðarinnar og menningu.
Fátt á íslandi vakti þó fremur aðdáun Taylors en sautján
ára gamall piltur, er hann kyntist þar, Geir að nafni. Spurði
sveinninn komumann margs um erlend skáld. Mælti hann á
ensku, og ef hann skildi hana eigi, bað hann um skýringar á
latínu. Einnig gat hann talað þýzku. Undraðist Taylor mjög
málakunnáttu og bókmentaþekkingu piltsins, eins og sést á
orðunum: »Og þetta var fátækur, munaðarlaus piltur, sautján
ára að aldri, og hafði aðeins notið íslenzkrar mentunar!« Að
þessi atburður festi djúpar rætur í hugskoti Taylors, er enn-
fremur bert af því, að næsta ár birti hann barna-söguna
»The Story of ]on of Iceland«. Hún kom út í hinu víðkunna
unglinga-tímariti St. Nicholas. Gerist sagan á íslandi og er —
óbeinlínis að minsta kosti — lofgerð um Geir og hans líka.
Á leiðinni til íslands höfðu þeir Taylor og félagar hans
rætt um það, hvern þátt þeir ættu að taka í þjóðhátíðinni
fyrir hönd lands síns. Bauðst Taylor til að ávarpa ísland í
ljóði, og var þeirri uppástungu tekið feginshendi. Árangurinn
varð hið kunna kvæði »America to Iceland*, er Matthías
sneri á íslenzku.1) Þó kvæðið væri, að því er Taylor segir,
flýtisverk og gerði enga kröfu til skáldlegs gildis, er það
prýðisgott, allandríkt og þrungið að innileik. Var það hin
ágætasta afmælisgjöf. Um þátt-töku þeirra félaga í hátíðahöld-
unum segir Taylor svo frá, að þá er lokið var flutningi á
kveðjum til hinnar íslenzku þjóðar, hafi Eiríkur Magnússon
risið á fætur og flutt af mælsku ræðu fyrir minni hinna
amerísku gesta. Svaraði Taylor fyrir hönd þeirra, bar fram
kveðju og góðar óskir þjóðar sinnar, og vottaði íslendingum
þakkir fyrir góðar viðtökur, mælti hann á dönsku. Þýðingu
Mafthíasar á kvæði sínu launaði Taylor með því að snúa á
ensku »Þingvallaminni konungs* eftir hinn fyrnefnda. Gerði
hann frumkvæðinu ágæt skil.
Um komu Taylors og félaga hans og um þátt-töku þeirra
!) Sjá Ljóðtnæli, II. bindi, bls. 30—32. Neöanmáls er þar einnig
■kvæöiö á frummálinu.