Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 44
140
ÞJÓÐSKIPULAG OG ÞINGRÆÐI
EIMREIÐIN
En þó að menn yrðu nú á eitt sáttir um það, að rétt myndi
að breyta stjórnarfyrirkomulaginu (kosningum, þingskipun,
stjórn), verða menn þó að hafa hugmynd um, hvað við á að
taka og hafa trú á, að það standi hinu framar. Það er ekki
nóg, að menn voni, að það blessist betur! Með nokkrum
sanni mætti reyndar segja, að það, sem kæmi, gæti varla
orðið öllu verra eða lakara en það, sem fyrir er; en upp á þá
kosti sleppa menn ekki því, sem þeir halda, þrátt fyrir alt.
Ekki hafa komið fram í landi hér að þessu nema tvær
aðalstefnur eða tillögur til gagngerðra breytinga á þjóðskipu-
laginu í þeim skilningi, er hér ræðir um. Kalla sumir aðra
»óþjóðlega« (eða alþjóðlega), það er jafnaðarstefnan svo kall-
aða, sem í róttækustu mynd sinni — og rökréttustu — er
nefnd sameignarstefna. Hinn tillöguþátturinn þykir meir af
þjóðlegum toga spunninn eða »heimagerður«, hvort sem farin
er leið Guðm. Hannessonar eða Guðm. Finnbogasonar eða
þeirra beggja, sameinuð við sumt það, er aðrir hafa lagt til;
eiga þær tillögur sammerkt í afneitun þingræðisins, að meira
eða minna leyti, eins og það nú er lagað í framkvæmdinni.
Þó er efamál, hvort hægt er að tala um nema einn aðal-
tillöguþátt, sem sé hinn síðarnefnda, með því að jafnaðar-
stefnan virðist ætla sér að byggja á þingræðinu, í orði kveðnu
á mjög víðtækan hátt, en reyra samt þjóðfélagið alt í sterkum
stjórnar-viðjum (mætti kalla einkunnarorð hennar: Alt undir
ríkisvaldið!), er fræðilega séð hlýtur að enda í fullkomnu
ófrelsi einstaklinga, svo sem og nokkur reynsla vottar (í
Rússlandi m. m.). Lýsingu eða gagnrýni á jafnaðarstefnunni
verður því slept hér, enda yrði henni eigi skil gerð nema í
löngu máli. (Um hana og ýms fyrirbrigði hennar hefur og
talsvert verið ritað á vora tungu — þar á meðal í seinni tíð,
auk margra blaðagreina, af Olafi Friðrikssyni í Eimr. 1926
og Birni Kristjánssyni, »Um þjóðskipulag® 1923, o. fl.). —
Það er eins gott, að hér eru bjartsýnir menn á ferð, þeir
nafnar G. H. og G. F. Og þó er að minsta kosti G. H.
svartsýnn inn við beinið, því að hann þekkir mennina og
meinsemdir þeirra, sem ólæknandi virðast. En þeim nöfnum