Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 53
eimreiðin ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA 149
friðarsamninganna við Þjóðverja. Ein af þessum tillögum var
um stofnun þjóðabandalags. Barátta Wilsons fyrir stofnun
bandalagsins mætti, eins og kunnugt er, afskaplegri andúð í
Bandaríkjunum. En fyrir það starf eitt verður nafn þessa
göfuga hugsjónamanns greipt gullnu letri á spjöld sögunnar,
þó að hann hlyti í lifanda lífi bæði óþökk og ofsóknir fyrir
friðarstarf sitt, og hugsjón hans um bræðralag þjóðanna hafi
ekki verið betur hylt
en það í hans eigin
föðurlandi, að enn í
dag hafa Bandaríkin
ekki gengið í Þjóða-
'oandalagið. Ótal örð-
ugleika þurfti að yfir-
stíga áður en banda-
lagið öðlaðist það
traust meðal þjóð-
anna, sem því var
nauðsynlegt til þess
að geta starfað. í
Miðríkjunum var al-
ment litið svo á sem
það væri stofnað til
þess að þrengja kosti
hinna sigruðu þjóða.
Þetta var eðlilegt,
þar sem stofnendur Woodrow Wilson.
bandalagsins voru fyrst
og fremst þeir, sem borið höfðu hærra hlut í ófriðinum. Vms
opinber frönsk ummæli styrktu einnig þá skoðun, að banda-
laginu væri ætlað að styrkja pólitísk völd Bandamanna í Mið-
Evrópu. Meðal hlutlausra þjóða varð þessarar sömu skoðunar
einnig vart. Á fyrsta þingi bandalagsins voru mættir fulltrúar
frá 42 ríkjum. Af þeim ríkjum voru 13 hlutlaus í ófriðinum,
hin öll höfðu tekið þátt í honum.
En á þeim tíu árum, sem liðin eru síðan bandalagið var
stofnað, hafa tólf ríki bæzt í hópinn, svo að á þinginu í
sumar voru bandalagsþjóðirnar 54 alls. Ríkin Brasilía og