Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 78
174
OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR...
EIMREIÐIN
— Entoskin minn, Entoskin minn, stundi sjúklingurinn,
meðan presturinn horfði dolfallinn á tilræðismanninn, án þess
að skilja nokkra lifandi baun.
— Nú, skiljið þér það ekki, mannaumingi, að þér voruð
ekki fyr kominn inn úr þessum dyrum en þér tókuð til að
slá fram, yfir veikri konunni, allskonar fullyrðingum um guð,
fórnir, þjáningar, anda trúarinnar, friðkaup, rentur, höfuðstól,
kross, kvikmyndasýningar, þolinmæði, bifreiðaviðhald, himna-
ríki, kirkju og náðargjafir ... Hver hefur löggilt orðabókina
yðar, ef þér viljið gera svo vel?
— Kæri vinur, við skulum ekki vera svona æstir. Þótt við
séum kannske ekki sammála, þá skulum við líta hvor á annan
eins og bræður andspænis þessum alvarlega sjúkrabeði. Erum
vér kannske ekki allir bræður andspænis alvöru lífsins, —
andspænis þjáningum lifandans, andspænis dauðanum?
— Það má vera, að við séum bræður andspænis þjáning-
unni og dauðanum, en við erum að minsta kosti ekki bræður
í guði, anzaði Entoskin. En þar fyrir utan, maður, sem hefur
morð Hugenottanna og spænska rannsóknarréttinn á samvizk-
unni, hefur ekkert leyfi til að tala í nafni bræðralagsins.
— Eg tala sem gamall, auðmjúkur þjónn hinnar heilögu
kirkju og í hennar umboði. Heimildir mínar eru hvorki meira
eða minna en ]esús Kristur sjálfur, guðs eingetinn sonur,
ásamt útleggingum kirkju hans á guðs heilaga orði.
— Mikið var! Þarna kom það! En úr því svo er, viljið þér
þá gera svo vel að gera eitt? Komið þér með þennan guðs
eingetna son yðar, ef þér viljið gera svo vel; komið þér með
hann rétt hingað inn á gólfið! Látum okkur athuga þann
ungling, — látum okkur athuga, hvaða heimildir hann hefur
fyrir því, að hann sé sonur guðs. Og látum hann koma með
þennan föður sinn hingað inn á gólfið, rétt hingað inn á
aólfið! Látum oss heilsa upp á þann herramann!
— Guð er oss nálægur á hverri stund og hvar sem er...
Og hann lætur ekki að sér hæða ...
— Eh, eh, guð, greip Entoskin fram í og saup hveljur.
Þér talið eins og heilt vitfirringahæli. Þér hafið enga hug-
mynd um, hvað staðreynd er. Þér vitið ekkert hvað sálarfræði
nútímans hefur leitt í Ijós um taugavöðvakraftinn í manni