Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 73
eimreiðin
OQ LÓTUSBLÓMIÐ ANQAR ...
169
svolitlu volgu seyði, sem ég bjó til handa þér, frú Berta,
segir maðurinn og tekur hálfflösku upp úr vasanum með
einhverju glundri. — Það er sterkur slafneskur keimur í mál-
fari hans, en hárið minnir á strý af svörtu hrossi.
— Þakka þér ósköp vel fyrir mig, Entoskin, — alténd ertu
sjálfum þér líkur með hugulsemina ... það er svo sem ekki
1 fyrsta sinn. En það er eins og alt, sem ég læt niður, vilji
upp aftur.
— Hefur læknisillyrmið frá Almenningskistunni1) verið
hér í dag?
— O, vertu nú ekki alt of orðljótur, Entoskin minn. Ojá,
lnn leit hann blessaður. Bíða, sagði hann, bíða og sjá. Það
er enn ekki vonlaust um, að ég fái pláss á sjúkrahúsinu.
— Má ég reyna að reisa þig upp við koddann, frú Berta,
°9 gefa þér svolítinn spón af seyði?
Hann leitaði að skeið, reisti sjúklinginn upp við dogg, helti
Ur flöskunni í skeiðina og rendi nokkrum spónblöðum í munn
konunnar.
— Osköp er þetta gott á bragðið, Entoskin minn, sagði
^onan. Bara að ég gæti nú haldið því niðri. Guð gæfi, að
é9 gæti nú haldið því niðri.
— Ekki of geyst, frú Berta, sleppum guði, ef þú vilt gera
Syo vel. Við skulum reyna að halda okkur að staðreyndum.
Honan anzaði þessu ekki, og það var þögn góða stund,
^eðan Entoskin spændi upp í hana glundrinu. En þegar
^omið var til hálfs niður í flöskuna, lyfti hún grindhoraðri
kendinni og sagði:
Þakka þér fyrir, Entoskin minn, nú er ég búín að fá
n°9. Nú á ég ómögulegt með að borða meira.
O, þetta sakar engan, frú Berta, ég held, að þér sé
a/Ve9 óhætt að klára úr flöskunni. Það er miklu hollara en
^ndans ólyfjanin frá læknunum.
" Þakka þér fyrir, Entoskin minn. En berðu þig að vera
ekki svona grófur í munninum. Læknarnir gera víst alt, sem
1 beirra valdi stendur. Þeir hjálpa mörgum.
Og eftir augnabliksþögn:
!) Community Chest.