Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 76

Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 76
172 OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ... EIMREIÐIN skána? hélt hann áfrain og talaði í fyrstu persónu fleirtölu, eins og læknir. — Jú, ögn, frú Berta, svolítið lítum við betur út en seinast. Og góðan daginn, herra minn, það gleður mig að heilsa upp á yður. Komið þér nú sælir, — nafn mitt er faðir Jóhannes Skírari.1) Entoskin glæptist til að rétta sum beinin í hinni æfintýra- lega stóru hönd sinni í áttina til klerksins og boraði hvassara auganu sínu á kaf í magann á honum, án þess að segja til nafns síns. En gamli presturinn lét þetta ekkert á sig fá, en settist á rúmstokkinn hjá sjúklingnum svo brakaði í. — Jæja þá, frú Berta, blessuð konan. Það sannast á okkur hið fornkveðna, að Drottinn leggur jafnan líkn með þraut. Skapstilling yðar í þrengingunum minnir á balsamið, sem ósýnilegir englar létu drjúpa í sár píslarvottanna. Frammi fyrir þessum sjúkrabeði mættum vér læra að fyrirverða oss, vér hin, sem stöðugt erum að gera hávaða út af smámunum, — einum hégómanum í dag, öðrum á morgun. Hvílík blessun að vera upplýstur af anda hinnar einu sönnu trúar og geta minst þjáninga lausnara síns mitt í sínum eigin þjáningum, — geta lagt sínar eigin þjáningar við fórn hans, sem fríkeypti okkur öll, — eins og þegar renta er lögð við höfuðsíól. — Já, faðir Jóhannes Skírari, — guð hjálpar okkur öllum, — vonandi... — Þú segir satt, frú Berta. Sá sannleikur stendur stöð- ugur um eilífð, þegar alt annað hefur brugðist: Guð hjálpar okkur öllum. Entoskin var staðinn upp; hann gekk yfir að einu þilinu og fór að virða fyrir sér skellurnar í kalkinu, sem voru eins og illa gerðar kerlingar með nef, sem er rekið upp á titt, eða púðulhundar með yfirskegg eins og yfirdómarar. — Það, sem guð krefst af okkur fyrst og fremst, er þolin- mæði. Himnaríki er ávöxtur þeirrar þolinmæði, sem vér sýn- um í því að bera krossinn. Því þolinmóðari sem vér berum kross vorn, því gómsætari verður ávöxturinn. O, gleðjum oss í voninni um sætleik himinsins, þar sem vér fáum að skoða dýrðarásjónu föðursins um eilífð! 1) Falher St. John.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.