Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 76
172
OG LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ...
EIMREIÐIN
skána? hélt hann áfrain og talaði í fyrstu persónu fleirtölu,
eins og læknir. — Jú, ögn, frú Berta, svolítið lítum við betur
út en seinast. Og góðan daginn, herra minn, það gleður mig
að heilsa upp á yður. Komið þér nú sælir, — nafn mitt er
faðir Jóhannes Skírari.1)
Entoskin glæptist til að rétta sum beinin í hinni æfintýra-
lega stóru hönd sinni í áttina til klerksins og boraði hvassara
auganu sínu á kaf í magann á honum, án þess að segja til
nafns síns. En gamli presturinn lét þetta ekkert á sig fá, en
settist á rúmstokkinn hjá sjúklingnum svo brakaði í.
— Jæja þá, frú Berta, blessuð konan. Það sannast á okkur
hið fornkveðna, að Drottinn leggur jafnan líkn með þraut.
Skapstilling yðar í þrengingunum minnir á balsamið, sem
ósýnilegir englar létu drjúpa í sár píslarvottanna. Frammi
fyrir þessum sjúkrabeði mættum vér læra að fyrirverða oss,
vér hin, sem stöðugt erum að gera hávaða út af smámunum,
— einum hégómanum í dag, öðrum á morgun. Hvílík blessun
að vera upplýstur af anda hinnar einu sönnu trúar og geta
minst þjáninga lausnara síns mitt í sínum eigin þjáningum, —
geta lagt sínar eigin þjáningar við fórn hans, sem fríkeypti
okkur öll, — eins og þegar renta er lögð við höfuðsíól.
— Já, faðir Jóhannes Skírari, — guð hjálpar okkur öllum,
— vonandi...
— Þú segir satt, frú Berta. Sá sannleikur stendur stöð-
ugur um eilífð, þegar alt annað hefur brugðist: Guð hjálpar
okkur öllum.
Entoskin var staðinn upp; hann gekk yfir að einu þilinu og
fór að virða fyrir sér skellurnar í kalkinu, sem voru eins og
illa gerðar kerlingar með nef, sem er rekið upp á titt, eða
púðulhundar með yfirskegg eins og yfirdómarar.
— Það, sem guð krefst af okkur fyrst og fremst, er þolin-
mæði. Himnaríki er ávöxtur þeirrar þolinmæði, sem vér sýn-
um í því að bera krossinn. Því þolinmóðari sem vér berum
kross vorn, því gómsætari verður ávöxturinn. O, gleðjum oss
í voninni um sætleik himinsins, þar sem vér fáum að skoða
dýrðarásjónu föðursins um eilífð!
1) Falher St. John.