Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 92
188
BAYARD TAYLOR
EIMREIÐIN
Voru í för með honum fjórir landar hans, einn Englendingur,
sonur Gladstones, stjórnmálaskörungsins alkunna, og Eiríkur
Magnússon prófessor. Ferðin yfir hafið gekk sæmilega, nema
hvað þeir hreptu storm við Islandsstrendur. Til Reykjavíkur
komu þeir 29. júlí og dvöldu hér á landi tíu daga, ferðuðust
auðvitað til Þingvalla og einnig til Geysis. Var Taylor hrifinn
bæði af landi og þjóð og bar hvorumtveggja vel söguna. Sök-
um fjarlægðar landsins og sérkennileika þess kvað hann alt,
sem fyrir bar, vera merkilegt á einn eða annan hátt. >Stígir
þú á blóm, er eins vísf, að það sé jurt óþekt annarsstaðar,
fljúgi fugl yfir höfði þér, er rétt líklegt, að það sé æðarkolla,
heyrir þú pilt tala á strætum úti, viðhefur hann máske orð,
er Sæmundar- og Snorra-Edda hafa virðuleg gert*. Lands-
lagið fanst honum hrikalegt, en fagurt. Bregður hann upp
glöggum myndum af hinni margbreyttu náttúrufegurð — and-
stæðunum, sem hvarvetna blöstu við augum. Hreint sævar-
og fjallaloftið minti hann á Miðjarðarhaf og Grikklandseyjar.
»Hvað Reykjavík snertirc, segir Taylor, »þá er hún langt
frá því að vera eins skuggaleg, óhrein og ill-þefjuð borg og
sumir enskir og þýzkir ferðamenn hafa lýst henni. Strætin
eru breið og hrein, húsin framúrskarandi notaleg og skemti-
leg, jarðvegurinn einkar grænn, fjarða- og fjallahringurinn
sannarlega veglegur ásýndum, skorturinn á trjám hið eina, er
minnir á, hve norðarlega bærinn er á hnettinum*. Lýsir Taylor
nákvæmlega híbýlum þeim, er hann kom í, og að nokkru
fólki því, er hann kyntist, en það voru aðallega heldri menn
og lærðir. Þá segir hann einnig frá veizlunum og hátíða-
höldunum. Andar frásögnin hvarvetna hlýleik höfundar í garð
lands og þjóðar. Fær hann vart nógsamlega lofað gestrisnina
og góðar viðtökur, er þeir félagar hlutu alstaðar.
Hversu Taylor leizt á íslenzku þjóðina, er ljóst af þessum
ummælum hans, er hann kvaddi ísland: »Eigi hafa Þingvellir,
Hekla eða Geysir, — eigi eyðileg, eld-rokin fjöllin, ömurlegur
dökkvi dauðra hraunflákanna, blikandi vötnin og tignríkir
firðirnir, — endurgoldið mér ferðina, heldur það að sjá í svip
mikla og sann-göfga þjóð, saklaus börn að trausti og ástúð-
leik, nærri því meiri en menn að hugrekki og möglunarlausu
þolgæði*. Mörgum fögrum orðum fer Taylor einnig um það,