Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 103
eimreiðin
ÚTÞRÁ
199
Út í baráttu’ og söng, þá er leiðin ei löng
þeim, er lífið gaf óskastein sinn.
Eg á vængjanna þrótt,
ég skal vaka í nótt,
finna vorloft um arma og háls.
Gef mér vængina, blær,
flyt mig vonaströnd nær,
ég vil vaka — ég skal verða frjáls.
Ég vil halda á höf, ég vil hvergi eiga töf,
ég sé hilla undir sólroðin lönd,
þar sem dagurinn skín, vorsins ljósbjarta lín
leggur bjarma á ókunna strönd,
bera höfuðið hátt,
teiga heiðloftið blátt,
draga hvítvængja fánann á stöng,
hefja könnunar-för,
ýta knerri úr vör,
leysa kúgarans fjötra með söng!
Ljóðin mín.
Ljóðin þau koma, líða
og leiftra í fyrstu sýn,
sem tákn á hugarhimni,
og hverfa í upptök sín.
Myndir, sem lýsa og Ijóma
Ijúft fyrir innri sýn,
minning um horfna heima
huganum endurskín.
Og örþreytt insta þráin
eltir þá feginssýn,
en ósjaldan snýr hún aftur
alsnauð heim til sín.
Rögnvaldur Þórðarson.