Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 122
EIMREIDIN
Verðlaunaspurningin: Hvað er ættjarðarást?
Spurning þessi var fram borin í 4. hefti Eimr. 1929, og skyldu svörin
sendast fyrir 1. marz 1930. Þau hafa verið næsta margvísleg. Einn telur
ættjarðarástina aðeins eina tegund sjálfselsku, annar telur það ættjarðar-
ást „að koma stjórn landsins f hendur verkalýðsins undan yfirráðum
stjórnmálabraskaranna", sá þriðji telur ættjarðarástina í því fólgna „aö
styðja núverandi Iandsstjórn, svo hún mætti sitja í næöi sem lengst", en
sá fjórði telur það æðstu skyldu allra föðurlandsvina að vinna á móti
„einokunarstefnu og kúgun þeirra, sem nú fara með völdin í landinu".
Við valið á verðlaunasvörunum hefur þess verið gætf að útiloka með
öllu þrjár tegundir svara: 1) Þau sem hafa lýst blindri ættjarðarást, sem
ekki sér neitt nema yfirburði í fari lands og þjóðar og telur land og þjóð
standa öðrum löndum og þjóðum framar. Sem betur fer voru svörin fá
með þessum einkennum, því þjóðernisgorgeir er hverfandi með íslend-
ingum. 2) Svör, sem auðsýnilega eru til orðin út frá sjónarmiði hins
strangtrúaða flokksmanns, með hnífilyrðum í garð annara pólitískra flokka
en síns eigin. 3) Svör, sem fela í sér neitun á gildi ættjarðarástar eða
vilja gera úr henni auðvirðilegan skaplösf.
Eftirfarandi þrjú svör hlutu verðlaun þau, er heitin voru:
1. Ættjarðarást er slungin líkum þáttum og ást fi! foreldra. Skýr ein-
kenni hennar koma þó vart í ljós nema á hærra siðferðilegu þroskastigi.
Hún finnur til með hverjum hvammi og bala, hverju minsta býli og öllu,
er þar andar og hrærist. Hún er þráin að geta Iagt sem dýrasta fórn á
altari þjóðarþroskans og þjóðarhamingjunnar. Hún er oft hvað sterkust
þegar „haf skilur hjarta og vör“. Kristján Sigurðsson,
Brúsastöðum í Vatnsdal.
2. Ættjarðarást er djúp og hrein þrá, þrek og trúmenska til þess að
verja lífi sínu og kröftum í þágu þeirrar hugsjónar, að
gæði láðs og göfgi þjóðar | grói jafnt og í framtíð þróist.
Sigurður Vigfússon,
Brúnum undir Eyjafjöllum.
3. Ættjarðarást er fólgin í því að geta stutt stjórn Iandsins með ráð-
um og dáð til heilla fyrir heildina, samfara vakandi vitund um það,
ef stjórnarstefnan skaðar sanna heill þjóðarinnar — og kemur þá fram í
styrk til að vinna af öllum mætti lífs og sálar gegn þeirri stjórnarstefnu, —
jafnve! þótt maður sæti ofsóknum fyrir, — hafandi aldrei annað en sæmd,
hamingju og framfarir lands síns og þjóðar fyrir augum. G. L. K.