Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 27
EIMREIÐIN
SKÍÐAFÖR í ALPAF]ÖLLUM
123
þekkir ekki umbrot þessara afla, eða hefur svaeft þau við
borgaralegt strit og daufar matarvonir. Þeir sem því óláni
sæta, ýmist aumkva eða hæða þá, sem fæddij1 eru með ólgu
þeirri og ósköpum, sem útþránni fylgja. Á ferðalagi vex hraði
lífsins. Ótal andstæðum bregður fyrir í snöggu ljósi og rífa
í hengla hugmyndir hins staðbundna lífs.
í dýragarði í útjaðri stórborgar sér maður tæringarveik ljón
dragast áfram sama hringinn dag eftir dag. Svipur þeirra er
svo skelfingarfullur og sorglegur, að engin orð fá lýst. Hálf-
blindur örn lemur vængjastúfunum 1 búrrimla sina. Hann er
hættur að sitja beinn. — Þarna hangir samskotabaukur, og
hjartagóðir menn láta í hann peninga til að kaupa ný dýr.
Gamalmenni hreinsa götur og bera þunga stafla af múrstein-
um, en fyrir innan búðarborð stendur fílsterkur, herðabreiður,
ungur maður og afhendir vindlinga. Maður fer um óhreinar
járnbrautastöðvar; eimspúandi ferlíki stynja og rymja. Iðandi
kös af fólki bíður við þröngt hlið, eíns og skapgóðar kvía-
rollur. — Borgir með gildaskálum, speglum, danzandi fólki,
handa- og fótalausum stríðsmönnum, sem sitja í ískrandi
frostinu og hneigja höfuðið eins og vélbrúður, hvort sem þú
leggur pening í óhreinu húfurnar eða ekki. Maður fær blöðin
rétt inn um lestar-gluggann og les langar romsur um,
að iðnaðurinn sé í blóma og skólakerfi landsins það bezta í
heiminum, en andspænis manni situr tötrum klædd átján ára
stúlka á hörðum rimlabekk. Hún hefur þennan langþjáða von-
leysissvip, sem auðkennir þá, sem áttu enga æsku. Vafalaust
vinnur hún í vindlingaverksmiðju fyrir 60 aura á klukkustund.
Eftir nokkur ár eru lungu hennar hálfskorpin af eiturlofti, en
fíngerðu, grönnu hendurnar skorpnar og sprungnar sem gam-
alt bókfell. Á fjölförnu torgi er slegið upp plankaskýli. Þar
standa fjögur skáld og selja bækur sínar, grindhoraðir og illa
klæddir. Fram hjá ganga vel stroknir Gyðingar með ljóshærðar
stázmeyjar úr einhverju danzhúsi.
Suður í Alpafjöllum, í afskektum dal milli hárra jökulklæddra
tinda, stendur lítið gistihús. Gestastofurnar eru lágar, saman-
reknar úr þungum bjálkum. Gamlar, málaðar bjórkönnur með