Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 27
EIMREIÐIN SKÍÐAFÖR í ALPAF]ÖLLUM 123 þekkir ekki umbrot þessara afla, eða hefur svaeft þau við borgaralegt strit og daufar matarvonir. Þeir sem því óláni sæta, ýmist aumkva eða hæða þá, sem fæddij1 eru með ólgu þeirri og ósköpum, sem útþránni fylgja. Á ferðalagi vex hraði lífsins. Ótal andstæðum bregður fyrir í snöggu ljósi og rífa í hengla hugmyndir hins staðbundna lífs. í dýragarði í útjaðri stórborgar sér maður tæringarveik ljón dragast áfram sama hringinn dag eftir dag. Svipur þeirra er svo skelfingarfullur og sorglegur, að engin orð fá lýst. Hálf- blindur örn lemur vængjastúfunum 1 búrrimla sina. Hann er hættur að sitja beinn. — Þarna hangir samskotabaukur, og hjartagóðir menn láta í hann peninga til að kaupa ný dýr. Gamalmenni hreinsa götur og bera þunga stafla af múrstein- um, en fyrir innan búðarborð stendur fílsterkur, herðabreiður, ungur maður og afhendir vindlinga. Maður fer um óhreinar járnbrautastöðvar; eimspúandi ferlíki stynja og rymja. Iðandi kös af fólki bíður við þröngt hlið, eíns og skapgóðar kvía- rollur. — Borgir með gildaskálum, speglum, danzandi fólki, handa- og fótalausum stríðsmönnum, sem sitja í ískrandi frostinu og hneigja höfuðið eins og vélbrúður, hvort sem þú leggur pening í óhreinu húfurnar eða ekki. Maður fær blöðin rétt inn um lestar-gluggann og les langar romsur um, að iðnaðurinn sé í blóma og skólakerfi landsins það bezta í heiminum, en andspænis manni situr tötrum klædd átján ára stúlka á hörðum rimlabekk. Hún hefur þennan langþjáða von- leysissvip, sem auðkennir þá, sem áttu enga æsku. Vafalaust vinnur hún í vindlingaverksmiðju fyrir 60 aura á klukkustund. Eftir nokkur ár eru lungu hennar hálfskorpin af eiturlofti, en fíngerðu, grönnu hendurnar skorpnar og sprungnar sem gam- alt bókfell. Á fjölförnu torgi er slegið upp plankaskýli. Þar standa fjögur skáld og selja bækur sínar, grindhoraðir og illa klæddir. Fram hjá ganga vel stroknir Gyðingar með ljóshærðar stázmeyjar úr einhverju danzhúsi. Suður í Alpafjöllum, í afskektum dal milli hárra jökulklæddra tinda, stendur lítið gistihús. Gestastofurnar eru lágar, saman- reknar úr þungum bjálkum. Gamlar, málaðar bjórkönnur með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.