Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 75
eimreiðin
OQ LÓTUSBLÓMIÐ ANQAR ... “
171
skoðun í neinu máli, en í næstu andrá fóru um hana kippir
og hún stundi: Æ, nú ætla ég að kasta upp.
Entoskin reis á fætur, lyfti undir herðar henni, tók fram
byttu og hagræddi henni meðan hún spjó. Hún kúgaðist ó-
stjórnlega, en milli krampateygjanna var eins og allur máttur
liði úr visnum líkamanum. Það var engu líkara en að hún
ætlaði að úthverfast af uppsölunni; ámátleg soghljóðin hlutu
að heyrast fyrir næsta götuhorn. Síðan lá hún eins og visnað
strá milli handa mannsins og hengdi niður höfuðið. Hann
lagði hana varlega niður í rúmið aftur og reyndi að hagræða
henni með stórum og klaufalegum höndunum. Og þjáningar-
veinin stigu frá brjósti hennar eins og hárbeittir skegghnífar,
sem skemta sér að því að sarga saman eggjunum meðan
þeir fljúga.
Og hann tók visna hönd hennar milli blárra krumlanna,
þessi stóri, ljóti, beinaberi maður með funann í augunum og
skældu rosabullurnar á fótunum, hann kreisti þennan vesaling
af öllum kröftum, unz skinnið hvítnaði á hnúum hans; það
var eins og hann héldi, að hann gæti miðlað þessum dauð-
vona beinum einhverju af þeirri ruddalegu hreysti, sem fólst
í hans eigin innviðum.
Mínútur liðu.
7.
Barið. — I dyrunum stendur gamall, hnöttóttur maður
með rautt andlit upp úr brjóstkassanum og hvíta gjörð í kring
um hálsinn. Þykkar bláar varirnar, vatnsglær augun, bull-
sveittar undirhökurnar, kolryðguð gleraugnaumgerðin, — ait
íýsir þetta djúpri hjartnæmri manngæzku og sönnu trúarþreki.
Hann er klæddur í svart.
Hann býður hressilegt gott-kvöld og lyftir vörunum frá
tanngarðinum, eins og þegar þykkum tjöldum er lyft frá leik-
sviði, sem á að tákna vorgrænan skóg. Og hann lyftir enn-
fremur svarta hattinum af þunnhærðum, hæruskotnum kollin-
um og dregur klútinn sinn fram úr annari erminni til að
Þurka framan úr sér.
— Komdu nú sæl og blessuð, frú Berta, komdu alténd
margblessuð, auminginn, sagði hann. Er okkur ekki ögn að