Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Page 75

Eimreiðin - 01.04.1930, Page 75
eimreiðin OQ LÓTUSBLÓMIÐ ANQAR ... “ 171 skoðun í neinu máli, en í næstu andrá fóru um hana kippir og hún stundi: Æ, nú ætla ég að kasta upp. Entoskin reis á fætur, lyfti undir herðar henni, tók fram byttu og hagræddi henni meðan hún spjó. Hún kúgaðist ó- stjórnlega, en milli krampateygjanna var eins og allur máttur liði úr visnum líkamanum. Það var engu líkara en að hún ætlaði að úthverfast af uppsölunni; ámátleg soghljóðin hlutu að heyrast fyrir næsta götuhorn. Síðan lá hún eins og visnað strá milli handa mannsins og hengdi niður höfuðið. Hann lagði hana varlega niður í rúmið aftur og reyndi að hagræða henni með stórum og klaufalegum höndunum. Og þjáningar- veinin stigu frá brjósti hennar eins og hárbeittir skegghnífar, sem skemta sér að því að sarga saman eggjunum meðan þeir fljúga. Og hann tók visna hönd hennar milli blárra krumlanna, þessi stóri, ljóti, beinaberi maður með funann í augunum og skældu rosabullurnar á fótunum, hann kreisti þennan vesaling af öllum kröftum, unz skinnið hvítnaði á hnúum hans; það var eins og hann héldi, að hann gæti miðlað þessum dauð- vona beinum einhverju af þeirri ruddalegu hreysti, sem fólst í hans eigin innviðum. Mínútur liðu. 7. Barið. — I dyrunum stendur gamall, hnöttóttur maður með rautt andlit upp úr brjóstkassanum og hvíta gjörð í kring um hálsinn. Þykkar bláar varirnar, vatnsglær augun, bull- sveittar undirhökurnar, kolryðguð gleraugnaumgerðin, — ait íýsir þetta djúpri hjartnæmri manngæzku og sönnu trúarþreki. Hann er klæddur í svart. Hann býður hressilegt gott-kvöld og lyftir vörunum frá tanngarðinum, eins og þegar þykkum tjöldum er lyft frá leik- sviði, sem á að tákna vorgrænan skóg. Og hann lyftir enn- fremur svarta hattinum af þunnhærðum, hæruskotnum kollin- um og dregur klútinn sinn fram úr annari erminni til að Þurka framan úr sér. — Komdu nú sæl og blessuð, frú Berta, komdu alténd margblessuð, auminginn, sagði hann. Er okkur ekki ögn að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.