Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 98

Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 98
194 KjORDÆMASKIPUNlN EIMREIÐIN tvö kjördæmi þar sem kaupstadirnir allir og öll kauptún, sem hafa 300 íbúa eða fleiri, séu t öðru kjördæminu, en sveitir allar og minni þorp í hinu. Eftir allnána athugun virðist mér sem þessi leiðin taki hin- um öllum fram, og með því að fara hana megi vinna flesta þá kosti, sem hinar leiðirnar hafa, en auk þess varðveita það, sem nýtilegt er í núverandi kjördæmaskipun. Svipuð tilhögun þessu er höfð í Noregi, og hefur gefist þar vel. Mér er ókunn- ugt um alla nánari tilhögun kosningafyrirkomulags þar, en ekki er ólíklegt, að þaðan mætti fá ýmislegt til fyrirmyndar, er vel gæti gefist hér á landi. Samkvæmt manntali því, sem Hagstofan hefur birt fyrir árið 1928 eru íbúar kaupstaða og kauptúna, með 300 íbúa og þar yfir, samtals um 53 þúsund, en íbúar sveitanna og smærri kauptúnanna um 52 þúsund. Skiftist því þjóðin til helminga milli sveita og kaupstaða. Mundi þá verða álíka margt fólk í báðum kjördæmunum. Hagsmunir sveitanna annarsvegar og kaupstaðanna hinsvegar eru mjög ólíkir, og því erfitt að samrýma þá í sama kjördæmi, en með skiftingu kjördæmanna á þennan veg yrði sá árekstur fyrirbygður. Hin sameiginlegu áhugamál allra sveita og allra kaupstaða og kauptúna yrðu þá aðalmálin í hverjum kosn- ingabardaga, og viðhorf flokkanna við þeim það, sem kjós- endur hefðu á að byggja. Þingmenn mundu þá áreiðanlega kosta meira kapps um að kynnast til hlítar hagsmuna- og áhugamálum þess kjördæmis, sem þeir störfuðu fyrir, en þeir gera nú, þar sem hver þeirra væri þingmaður margra kaup- staða eða margra sveita. Eins og kunnugt er, veltur þing- menskan nú sumstaðar oft meira á vinfengi og frændstyrk en á stjórnmálaskoðunum kjósendanna. Fyrir þingmennina sjálfa er þessi breyting til batnaðar. Þeirra sjóndeildarhringur víkk- aði og þeir yrðu ekki eins háðir hverjum smá-veðrabrigðum, sem verða kynnu á einhverjum einum stað í kjördæmi þeirra, enda yrðu þeir þá fleiri til sóknar og varnar en nú er, meðan kjördæmin eru lítil og fámenn. Einhverja ókosti mun fyrirkomulag þetta sjálfsagt hafa, en fyrir öll sker verður aldrei siglt. Er sá ókosturinn augljós- astur, að sennilega verður ekki unt til fullnustu að fyrirbyssi3 það misræmi, sem með tímanum kemur fram við það, er annað kjördæmið verður mun fólksfleira en hitt. Þó eru ekki líkur til að það komi að sök í náinni framtíð, og síst ef sveit- irnar eiga fyrir sér að blómgast og fólksstraumurinn þaðan og til bæjanna minkar af þeim ástæðum. Eins má með upp* bótarþingsætunum, sem síðar verður minst á, ráða nokkra bót á þessu. Til þess að varðveita sambandið milli þingmanna og kjós-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.