Eimreiðin - 01.04.1930, Blaðsíða 68
164
OQ LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ...
EIMREIÐIN
einhvern veginn, allavega. Og sporvagnarnir koma í örlög-
bundinni rás eftir gljánúnum teinunum sínum, með hunang
jarðlífsins í maganum, svart fólk og hvítt fólk, fólk með
munna, fólk með kjafta. Og á hverju götuhorni spýta þeir út
einni glefsu af mannkyni með gráðugum kjálkum, ofhlöðnum
kynfærum, biluðum taugum, óhraustum lungum og villuráfandi
sálum. í stórri borg er tiltölulega lítið af hamingju.
Til dæmis er hér lítil gömul kona með stórt nef, sokkana
niðrum sig og blaut um augun. Það er kannske fátt skiljan-
legra en að fátæk áttræð kona sé vot um augun. Hitt er
með öllu óskiljanlegt, hvernig hún ætlar sér að komast yfir
strætið í allri þessari ös. Auðvitað væru það ekki meiri tíð-
indi þótt hún yrði undir vagni en sorphæna. Hearst mundi
ekki græða túskilding með gati á því að láta skrifa um það
í blöð sín, það er alveg áreiðanlegt. Hún er altaf að reyna
að sæta lagi til að komast yfir, en í hvert skifti, sem hún er
komin út á miðja götuna, koma fimm hundruð bifreiðar í
halarófu, ásamt tuttugu og fimm sporvögnum. Svo að hún snýr
við aftur til sama lands og borar hárstríinu inn undir hatt-
kúfinn sinn með puttunum, til að draga athygli manna frá því,
að henni hafði mistekist. Hún þykist ekki vera svoleiðis mann-
eskja, að hún láti á sig fá þótt hún verði afturreka, fremur
en tilvonandi filmstjarna, sem ekki hefur fengið hlutverk í uag!
En í rauninni á hún óttalega bágf. Henni hefur altaf stöðugt
verið að mistakast eitthvað í áttatíu ár. Jafnvel á hverjum
degi í áttatíu ár hefur henni mistekist að hysa upp um sig
sokkana. Og í raun og sannleika hafa þessi mistök fengið
óttaleg ósköp á hana. Hún hefur aldrei gert svo lítið glappa-
skot, að það hafi ekki fengið á hana. Þess vegna hefur orðið
svona stórt á henni nefið. Þess vegna hafa orðið svona blaut
í henni augun.
Hvernig stendur á því, að fólk getur ekki skilið, að þessi
gamla kona þarf að komast yfir strætið? Hvernig stendur á
því, að fimtíu herramenn úr ýmsum »firmum« þurfa að bölva
og hrækja yfir þeim óþægindum að rekast á hana, og þrjár
tylftir af hefðarfrúm, með te og franskt bakkelsi í innýflun-
um, að ata sig út á henni, — en enginn skilur, að hún þarf
að komast yfir strætið? — Heyrðu mig, kona góð, ekki vænti