Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 68

Eimreiðin - 01.04.1930, Qupperneq 68
164 OQ LÓTUSBLÓMIÐ ANGAR ... EIMREIÐIN einhvern veginn, allavega. Og sporvagnarnir koma í örlög- bundinni rás eftir gljánúnum teinunum sínum, með hunang jarðlífsins í maganum, svart fólk og hvítt fólk, fólk með munna, fólk með kjafta. Og á hverju götuhorni spýta þeir út einni glefsu af mannkyni með gráðugum kjálkum, ofhlöðnum kynfærum, biluðum taugum, óhraustum lungum og villuráfandi sálum. í stórri borg er tiltölulega lítið af hamingju. Til dæmis er hér lítil gömul kona með stórt nef, sokkana niðrum sig og blaut um augun. Það er kannske fátt skiljan- legra en að fátæk áttræð kona sé vot um augun. Hitt er með öllu óskiljanlegt, hvernig hún ætlar sér að komast yfir strætið í allri þessari ös. Auðvitað væru það ekki meiri tíð- indi þótt hún yrði undir vagni en sorphæna. Hearst mundi ekki græða túskilding með gati á því að láta skrifa um það í blöð sín, það er alveg áreiðanlegt. Hún er altaf að reyna að sæta lagi til að komast yfir, en í hvert skifti, sem hún er komin út á miðja götuna, koma fimm hundruð bifreiðar í halarófu, ásamt tuttugu og fimm sporvögnum. Svo að hún snýr við aftur til sama lands og borar hárstríinu inn undir hatt- kúfinn sinn með puttunum, til að draga athygli manna frá því, að henni hafði mistekist. Hún þykist ekki vera svoleiðis mann- eskja, að hún láti á sig fá þótt hún verði afturreka, fremur en tilvonandi filmstjarna, sem ekki hefur fengið hlutverk í uag! En í rauninni á hún óttalega bágf. Henni hefur altaf stöðugt verið að mistakast eitthvað í áttatíu ár. Jafnvel á hverjum degi í áttatíu ár hefur henni mistekist að hysa upp um sig sokkana. Og í raun og sannleika hafa þessi mistök fengið óttaleg ósköp á hana. Hún hefur aldrei gert svo lítið glappa- skot, að það hafi ekki fengið á hana. Þess vegna hefur orðið svona stórt á henni nefið. Þess vegna hafa orðið svona blaut í henni augun. Hvernig stendur á því, að fólk getur ekki skilið, að þessi gamla kona þarf að komast yfir strætið? Hvernig stendur á því, að fimtíu herramenn úr ýmsum »firmum« þurfa að bölva og hrækja yfir þeim óþægindum að rekast á hana, og þrjár tylftir af hefðarfrúm, með te og franskt bakkelsi í innýflun- um, að ata sig út á henni, — en enginn skilur, að hún þarf að komast yfir strætið? — Heyrðu mig, kona góð, ekki vænti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.