Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Side 44

Eimreiðin - 01.04.1930, Side 44
140 ÞJÓÐSKIPULAG OG ÞINGRÆÐI EIMREIÐIN En þó að menn yrðu nú á eitt sáttir um það, að rétt myndi að breyta stjórnarfyrirkomulaginu (kosningum, þingskipun, stjórn), verða menn þó að hafa hugmynd um, hvað við á að taka og hafa trú á, að það standi hinu framar. Það er ekki nóg, að menn voni, að það blessist betur! Með nokkrum sanni mætti reyndar segja, að það, sem kæmi, gæti varla orðið öllu verra eða lakara en það, sem fyrir er; en upp á þá kosti sleppa menn ekki því, sem þeir halda, þrátt fyrir alt. Ekki hafa komið fram í landi hér að þessu nema tvær aðalstefnur eða tillögur til gagngerðra breytinga á þjóðskipu- laginu í þeim skilningi, er hér ræðir um. Kalla sumir aðra »óþjóðlega« (eða alþjóðlega), það er jafnaðarstefnan svo kall- aða, sem í róttækustu mynd sinni — og rökréttustu — er nefnd sameignarstefna. Hinn tillöguþátturinn þykir meir af þjóðlegum toga spunninn eða »heimagerður«, hvort sem farin er leið Guðm. Hannessonar eða Guðm. Finnbogasonar eða þeirra beggja, sameinuð við sumt það, er aðrir hafa lagt til; eiga þær tillögur sammerkt í afneitun þingræðisins, að meira eða minna leyti, eins og það nú er lagað í framkvæmdinni. Þó er efamál, hvort hægt er að tala um nema einn aðal- tillöguþátt, sem sé hinn síðarnefnda, með því að jafnaðar- stefnan virðist ætla sér að byggja á þingræðinu, í orði kveðnu á mjög víðtækan hátt, en reyra samt þjóðfélagið alt í sterkum stjórnar-viðjum (mætti kalla einkunnarorð hennar: Alt undir ríkisvaldið!), er fræðilega séð hlýtur að enda í fullkomnu ófrelsi einstaklinga, svo sem og nokkur reynsla vottar (í Rússlandi m. m.). Lýsingu eða gagnrýni á jafnaðarstefnunni verður því slept hér, enda yrði henni eigi skil gerð nema í löngu máli. (Um hana og ýms fyrirbrigði hennar hefur og talsvert verið ritað á vora tungu — þar á meðal í seinni tíð, auk margra blaðagreina, af Olafi Friðrikssyni í Eimr. 1926 og Birni Kristjánssyni, »Um þjóðskipulag® 1923, o. fl.). — Það er eins gott, að hér eru bjartsýnir menn á ferð, þeir nafnar G. H. og G. F. Og þó er að minsta kosti G. H. svartsýnn inn við beinið, því að hann þekkir mennina og meinsemdir þeirra, sem ólæknandi virðast. En þeim nöfnum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.