Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 94

Eimreiðin - 01.04.1930, Síða 94
190 BAVARD TAVLOR EIMREIÐIN í þjóðhátíðinni segir síra Matthias svo í „Sögukaflar af sjálfum mér“ (bls. 264—65): »1 byrjun samkomunnar steig Eiríkur Magnússon í ræðustólinn gagnvart konungi og fylgd- arliði hans og hélt þrumandi lýðfrelsistölu. Þótti þar kenna sundurgerðar og fékk lítinn róm, enda svaraði hinn snjalli og stórmannlegi gestur vor frá Ameríku, Bayard Taylor, ræðunni með völdum orðum í kurteisa átt — mig minnir á þýzka tungu, og sá ég, að konungi líkaði þá betur«. Ber frásögnum þeirra Taylors og Matthíasar saman, nerna hvað það snertir, að hinn fyrnefndi mælti á dönsku, svo sem að ofan er nefnt, en eigi á þýzku. I frásögn sinni af »mikilsháttar gestum« á þjóðhátíðinni hefur Matthías ennfremur þetta að segja um þá Ameríku-gestina (bls. 272): »Loks vil ég með nokkrum orð- um nefna Bayard Taylor, skáldið og síðar sendiherra Banda- ríkjanna í Berlín, og Cyrus Field, sem var frægur norðurfari og fyrsti sæsímaskörungur hjá Englendingum. Þeir Bayard Taylor og Field voru manna mestir vexti og hinir drengilegustu, kváðust og vera niðjar Leifs hins heppna og færa heillaóskir fóstru hans og landi frá Vínlandi hinu góða, — eins og Bayard segir í kvæði því, er prentað var í »Sæmundi fróða* og ég íslenzkaði. Dr. Hjaltalín landlæknir gaf sig mest við þeim, enda áitu þeir bezt saman. Þeir komu á skipi sér, litlu, og höfðu hrept slæm veður, en lítt voru þeir félagar sjóhræddir, sagði Eiríkur Magnússon, er með þeim var. Geta vil ég þess, að Bayard Taylor þýddi lofsöng minn »0, guð vors lands«, og alt, sem hann skrifaði um land vort, var merkilegt og vinsamlegt*.1) Koma Taylors á þjóðhátíðina var Islandi stórhapp og stór- hagur. Fram til þess tíma vissi alþýða manna í Vesturheimi sáralítið um land vort og þjóð. Menn eins og George P. Marsh og Willard Fiske höfðu að vísu ritað af mikilli þekk- ingu um landið, sögu þess og bókmentir — og enginn skyldi gera lítið úr merkisstarfi þeirra. En áhrif þeirra náðu þó helst 1) Cyrus West Field (1819—1892) var merkur amerískur fjársýslu- og framkvæmdamaður. Er hann frægastur fyrir það, að hann var frumkvöð- ull þess, að sæsfminn var lagður yfir Atlantshaf. — Misminni er það hjá Matthíasi, að Taylor hafi þýtt lofsöng hans „O, guð vors lands", hann þýddi, svo sem frá var sagt, „Þingvallaminni konungs".
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.