Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1930, Page 58

Eimreiðin - 01.04.1930, Page 58
154 ÞJÓÐABANDALAGIÐ TÍU ÁRA EIMREIÐIN verði ætíð lögð í gerð, en ekki útkljáð með vopnaviðskiftum. Þessi mál hefur þingið haft til meðferðar ár eftir ár, og árang- urinn af því starfi hefur einkum komið fram í tvennu: sam- þyktum Locarno-fundarins 1925 og Briand-Kelloggs-sáttmál- anum 1928. Að báðum þessum samþyktum var að vísu einnig unnið af mönnum, sem stóðu utan Þjóðabandalagsins, en hvorug hefði nokkurn tíma náð fram að ganga, ef Þjóða- bandalagið hefði aldrei verið til. A Locarno-fundinum gerðu ríkin Þýzkaland, Belgía, Frakkland, England og Italía samn- ing með sér, þar sem vesturlandamæri Þýzkalands eru ákveðin og viðurkend, auk þess sem Þýzkaland gerði þar samninga við nágrannaríkin Belgíu, Frakkland, Pólland og Tékkó- slóvakíu um að koma á fót sáttanefnd og gerðardómi til þess að gera út um öll deilumál, sem upp kunna að koma milli þessara ríkja. Þetta hefur orðið til þess, að á árunum 1925— 1929 hafa verið gerðir yfir 120 slíkir sáttasamningar milli ríkja. Undir Kelloggs-sáttmálann hafa fulltrúar flestra þjóða ritað og þar með fordæmt styrjaldir, hvernig sem síðar gengur, að halda þau heit. Aftur á móti hefur orðið lítill árangur af tilraunum Þjóðabandalagsins til að takmarka vígbúnað þjóð- anna. Eini árangurinn er takmörkun sú á smálestastærð her- skipaflotanna, sem samþykt var á Washington-ráðstefnunni 1921—’22. Hinsvegar hefur verið unnið mikið að undirbún- ingi þessara mála, og á það að geta komið að haldi á af- vopnunarráðstefnu þeirri, sem til stendur að haldin verði á næsta ári. Þá er það eitt verkefni Þjóðabandalagsins að vernda rélt- indi ýmsra þjóðflokka, sem eru undir útlendum yfirráðum, og sjá um, að ekki sé gert á hluta þeirra. Fyrir heimsstyrjöldina voru um 60 miljónir manna í Evrópu undir útlendum yfirráð- um. Við landamærabreytingarnar, sem urðu með friðarsamn- ingunum, fækkaði þessum mönnum niður í 20 miljónir. Og þau minnihlutaþjóðerni, sem þá voru eftir, fengu ýms réttindi, sem Þjóðabandalagið ábyrgist að ekki séu rofin. Sem stendur eru í gildi 16 slíkir samningar, sáttmálar eða yfirlýsingar um réttindi minnihlutaþjóðerna í Evrópu. Með samningum þessum er minnihlutaþjóðernum trygð frjáls notkun móðurmáls síns og jafnrétti við aðra þegna landsins. Þó njóta ekki minni-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.