Eimreiðin - 01.01.1939, Side 21
EIMREIÐIU
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
7
oi'ðið, að hinn viti borni maður (homo sapiens) hefur lifað
liér á jörðu mörgum tugþúsundum ára lengra aftur i tímann en
setlað var áður.
Nokkur ókyrð hefur gert vart við sig á Norðurlöndum út
af hinum vaxandi áhrifum frá Þýzkalandi, einkum í Dan-
mörku eftir að Austurríki var innlimað í
Norðurlönd Þýzkaland og eftir að foringi þýzka minni-
a liðna árinu. hlutans í Suður-Jótlandi, Schmidt, hóf um-
ræður í danska þinginu 12. april um landa-
Qiærin milli Danmerkur og Þýzkalands á Suður-Jótlandi og
hrevtingar á þeim. Hann hélt því fram, að það væri þröngsýni
af Dönum að heimta það, að núverandi landamæri stæðu ó-
hagganleg um aldur og æfi. Utanríkisráðherra Dana, dr. Munch,
svaraði því þegar til, að engin endurskoðun stæði til um dansk-
Þýzku landamærin og öll Norðurlönd stæðu saman um þá
hröfu, að þeim yrði ekki haggað. Bæði þýzkir og danskir
þjóðernissinnar hafa látið allmikið á sér bera i Danmörku upp
a síðkastið. 13. apríl kastaði ungur Dani tómu skothylki að
dónismálaráðherranum Steincke í sjálfu þinginu, og í lok árs-
ins komst upp um skjalaþjófnaði á aðalstöðvum sósíal-demó-
hrata í Ivaupmannahöfn. Á Suður-Jótlandi hafa Þjóðverjar
valið sérstakan útbreiðslumála-foringja, sem stendur beint
undir stjórn leiðtoga þýzkra þjóðernisjafnaðarmanna í Kiel, að
því er enska stórblaðið Times skýrir frá nú uin áramótin.
í Svíþjóð voru útgjöldin til landvarna og vígbúnaðar aukin
stórkostlega eða upp í 70 miljónir króna, og önnur eins upp-
hæð var veitt til að birgja landið að nauðsynjavörum. Allir
harlmenn í Svíþjóð innan við 35 ára aldur voru kallaðir um
tínia í herþjónustu á síðastliðnu sumri, en það hefur ekki komið
tyi'ir síðan á ófriðarárunum 1914—1918, og meðan ófriðarhætt-
íin í Evrópu var mest i september síðastl., bjuggust Norðurlönd
serstaklega til varniar með ýmiskonar ráðstöfunum. Mikil há-
tíðahöld fóru fram í Sviþjóð í tilefni af áttræðisafmæli Gust-
nfs Svíakonungs, og mikil sorgarathöfn fór fram í Osló og
'iðar við fráfall og útför Maud Noregsdrotningar. Þá má það
með tíðindum telja, að Norðmenn veittu konum rétt til prests-
embætta þar í landi og lengdu kjörtimabilið til Stórþingsins
iu' þremur i fjögur ár, hvorttveggja á liðna árinu.