Eimreiðin - 01.01.1939, Page 32
18
VIÐ OSKJUVATN
eimreiðin
fin það voru ekki vondaprir, sjúkir og þreyttir menn til dauða,
sem áttu að glæða þann eld, heldur ófædd kynslóð — eða
þegar fædd og skírð í bernskuþjáningum ófriðarins — þján-
ingum, er síðar gátu breyzt í óslökkvandi ákafa eftir því að
glæða á ný hina fölskvuðu elda Germaníu. —■ Hann sjálfur
þráði algleymi. En það var hvergi að finna, því að hann tók
ekki líf sitt sjálfur; svo sjúkur var hann ekki. Hið risavaxna
tilgangsleysi ófriðarins, er reis heint framundan, eins og fjail,
sem enginn komst yfir, nema fuglinn fljúgandi, ögraði
honum, þrátt fyrir alt. Á bak við þjáninguna og þreytuna í
sál hans bjarmaði hægt og hægt af óttubirtu viljaþróttar, seni
ennþá var svo veikur, að hinn ungi maður vissi ekki af hon-
um sjáll'ur. Hann var norrænn — og tók ekki líf sitt. For-
feður hans höfðu komið sigurreifir heim úr víkingunni. Hafið
var vagga hreystinnar og einstaklingsþroskans. Nútímaófriður
var hranndráp, blint og þó djöfullega nákvæmt í útreikningi
sínum. Hvernig átti sönn karlmenska og drenglund að njóta
sin í því æðisgengna hákni, sem fór eins og fárvilt skriðan
ofan brattann — og gróf alt í öskrandi óskapnaði aurs og
fannkingis? Og þó — vissi hann ekki um grátfögur og dýrð-
leg dæmi hetjulundar og vinatrygðar í skotgröfum, á vigvöll-
um og sökkvandi bryndrekunum? — Víst vissi hann um ótal
dæmi. En nútíma ófriðurinn í heild var ófreskja — óvinur
lífsins. — Og örþreyttur hugur hans fann til löngunar a'ð
verjast enn, eins og þegar forfeður hans risu á hnén, greyptu
saxið með siðustu kröftum sálar og likama og hörðust með
innýflin liti, en gleymdu þó ekki, sakir prúðmensku sinnar
— að sveipa að þeim safala og purpura klæða sinna. — Og
morgun eftir morgun sér hann sömu sýn: öræfi íslands. Það
var dögunin í sál hans. — í fornsögunum er getið um íslenzkt
íolk, sem vann af sér harminn. Egill orti sonatorrek. Guðrúu
Ósvífursdóttir spann hör og þvoði lín. í blóðugri Sturlung11
Ijóma og lýsa ótal slík dæmi. Þjóðtrúin sagði að Hallgrimur
Pétursson hefði, í sálmum, sungið frá sér holdsveikina. IH"
ugi í Vogum orti frá sér ættarfylgju sína: geðveikina. — Af'
hins unga manns sjálfs hafði lagt saman dag og nótt og rutt
veg yfir ófæran hraunbruna, þegar synir hans tveir fórust 1
bjargi; hann veitti brennheitu flóði harmsins i farveg kraft'