Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1939, Side 34

Eimreiðin - 01.01.1939, Side 34
20 VIÐ OSKJUVATN EIMBEIÐIN draumi og spyrja vonleysisspurninga. Uppgefnar taugar og ofreynt hjarta fékk smátt og smátt sinn læknisdóm í himin- tæru háfjallalofti, þögn og' stórleik öræfafegurðar — þrátt fyrir erfiðleika og missvefn. Hver einasti dagur, hver ein- asta stund krafðist forsjálni, karlm'ensku og hyggjuvits. Það var ekkert eftir handa alheimssorginni, lífsþreytunni og þunglyndinu. Líkamleg þreyta og heilbrigður svefn tóku hann á vald sitt um leið og dagsverkinu var lokið. Dagsverkið var langoftast ferðalag, þar sem hann einn átti að ábyrgjast alt: menn og dýr, stefnu og náttstað og áætlun næsta dags. Og hann hafði hamingjuna með sér. Ekkert slys hafði hent hann þessi ár, sem hann hafði ferðast sem fylgdarmaður á hestuni um þvert og endilangt ísland. Og nú voru bifreiðarnar komnar til sögunnar. Þegar hann kom heim til ættjarðar sinnar, var farið að nota bifreiðar innanhéraðs; en á fjallvegum og langleiðum voru hestarnir það eina, sem á var að treysta. Með ótrúlegum hraða lengdust nú þeir vegir, sem voru far- andi á sterkum bifreiðum. Og nú fengu hestarnir hans sumar- frí tímunum saman, en nýja Ford-bifreiðin hans var flesta daga á ferðinni. Þórmar Hafliðason hefði getað hrósað sér af því að hafa fyrstur manna farið marga vegleysuna, er síðar átti að verða alfaravegur langferðabifreiða íslands. En hann hrósaði sér ekki af neinu. Hann var yfirlætislaus maður, þög- ull um alt og fáskiftinn — heilbrigður á sál og líkama, föru- nautur, sem allir treystu. Enn voru margar ljeiðir til fegurstu og einkennilegustu staða íslenzkra öræfa engu færar, nerna blessuðum ísl'enzku hestunum. Og þá greip hann til þeirra. Ef til vill var hann aldrei hýrari á svip en þegar hann gekk lil hestanna sinna úti í haganum og safnaði þeim saman til slíkrar ferðar. Það var eins og að heimsækja vini, er höfðu reynst bezt, þegar mest reið á. Nú var ein þessara ferða fyrir hendi. Kunningi hans á Akur- eyri hafði símað til hans og beðið hann að fylgja frænku sinni, vesturíslenzkri, fram að Öskju í Dyngjufjöllum. Þórmar ætlaði að sækja hana í bifreið sinni til Akureyrar og aka fram í Víðiker; þar áttu hestarnir hans að biða, því að eng- inn ók hifreið alla leið fram að Öskju, enn sem komið var.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.