Eimreiðin - 01.01.1939, Page 34
20
VIÐ OSKJUVATN
EIMBEIÐIN
draumi og spyrja vonleysisspurninga. Uppgefnar taugar og
ofreynt hjarta fékk smátt og smátt sinn læknisdóm í himin-
tæru háfjallalofti, þögn og' stórleik öræfafegurðar — þrátt
fyrir erfiðleika og missvefn. Hver einasti dagur, hver ein-
asta stund krafðist forsjálni, karlm'ensku og hyggjuvits. Það
var ekkert eftir handa alheimssorginni, lífsþreytunni og
þunglyndinu. Líkamleg þreyta og heilbrigður svefn tóku hann
á vald sitt um leið og dagsverkinu var lokið. Dagsverkið var
langoftast ferðalag, þar sem hann einn átti að ábyrgjast alt:
menn og dýr, stefnu og náttstað og áætlun næsta dags. Og
hann hafði hamingjuna með sér. Ekkert slys hafði hent hann
þessi ár, sem hann hafði ferðast sem fylgdarmaður á hestuni
um þvert og endilangt ísland.
Og nú voru bifreiðarnar komnar til sögunnar.
Þegar hann kom heim til ættjarðar sinnar, var farið að
nota bifreiðar innanhéraðs; en á fjallvegum og langleiðum
voru hestarnir það eina, sem á var að treysta.
Með ótrúlegum hraða lengdust nú þeir vegir, sem voru far-
andi á sterkum bifreiðum. Og nú fengu hestarnir hans sumar-
frí tímunum saman, en nýja Ford-bifreiðin hans var flesta
daga á ferðinni. Þórmar Hafliðason hefði getað hrósað sér af
því að hafa fyrstur manna farið marga vegleysuna, er síðar
átti að verða alfaravegur langferðabifreiða íslands. En hann
hrósaði sér ekki af neinu. Hann var yfirlætislaus maður, þög-
ull um alt og fáskiftinn — heilbrigður á sál og líkama, föru-
nautur, sem allir treystu. Enn voru margar ljeiðir til fegurstu
og einkennilegustu staða íslenzkra öræfa engu færar, nerna
blessuðum ísl'enzku hestunum. Og þá greip hann til þeirra.
Ef til vill var hann aldrei hýrari á svip en þegar hann gekk
lil hestanna sinna úti í haganum og safnaði þeim saman til
slíkrar ferðar. Það var eins og að heimsækja vini, er höfðu
reynst bezt, þegar mest reið á.
Nú var ein þessara ferða fyrir hendi. Kunningi hans á Akur-
eyri hafði símað til hans og beðið hann að fylgja frænku
sinni, vesturíslenzkri, fram að Öskju í Dyngjufjöllum. Þórmar
ætlaði að sækja hana í bifreið sinni til Akureyrar og aka
fram í Víðiker; þar áttu hestarnir hans að biða, því að eng-
inn ók hifreið alla leið fram að Öskju, enn sem komið var.