Eimreiðin - 01.01.1939, Page 38
24
VIÐ ÖSKJUVATN
eimreiðin
hún af stað til baka heim að tjaldi sínu. Það stóð örskamt
frá Þórmars tjaldi. Við tjalddyrnar nam hún staðar og leit
yfir til fylgdarmannsins. „Góða nótt — og þökk fyrir dag-
inn“, mælti hún hlýlega og hvarf síðan inn í sólroðið smá-
tjaldið.
Þórmar leit til veðurs. Alt spáði góðu. Hann mátti víst sofa
ugglaust í nótt.
Hvar hafði þessi-vesturíslenzka stúlka lært að segja þessi
orð svona hjartans eðlilega? Hver var hún? — Þetta var ann-
ars heimskulega spurt. Var ekki Ameríka alira þjóða land?
Stúlkan gat jafnvel verið hálfþýzk. — Já, og hvað kom hon-
um slikt við—- hann var ekki vanur að spj'rja hvers vegna
jieir, sem hann fylgdi, væru eins og þeir voru. — Hann sneri
sér út að tjaldhliðinni, gerði sér upp geispa og ætlaðist til
jjess að svefninn kæmi. En svefninn lætur aldrei á sig leika.
Tjaldhliðin var rósrauð í miðnæturljómanum, og djúpt í
brjósti öræfamannsins ómaði strengur, sem ekki hafði verið
lnærður svo árum skifti. Tvö smáorð höfðu verið sá töfra-
sproti, sem hrærðu þennan hulda streng dýpst inni, svo að
hann tók að óma á ný — tvö orð, töluð á máli æsku hans og
lífsgleði. Þau voru sögð svo elskulega og eðlilega, að það var
líkast því, sem einhver bekkjarsystir hans frá háskólanum
i Frankfurt am Main hefði gengið þarna við hliðina á honum
í gegn um döggvotan birkiskóginn og spurt. Sér til undrunar
fann hann, að nú gat hann glaðst AÚð gömlu, kæru, skóla-
minningarnar, sem þessi tvö orð höfðu vakið í sál hans. Það
var sem sýn ófriðarins mikla hefði sokkið í sæ, en minning-
arnar um æskufegurð og hugumkært nám stigið úr djúpi.
Hann hafði vaxið sig nógu sterkan til þess að geta notið óvið-
jafnanlegra æskuminninga og varð sér þess nú í fyrsta sinn
glögglega meðvitandi, að svo væri. Jafnvel heitir og helsárir
atburðir skotgrafa, vígvalla og sökkvandi skipa komu nú til
hans í Hki ungra guða. Rótin, siem þessir atburðir voru upp
af sprotnir, var hið guðlega í sál mannsins, aðalsmerki hans
í yztu neyð — hins sanna nianns, er kunni jafnt að deyja
sem lifa og var því stærri sem raun hans var harðari. —
Ungir og fagrir minningaguðir ganga fram— einn af öðrum,