Eimreiðin - 01.01.1939, Side 60
46
TROTZKY OG MÁLAFERLIN í MOSKVA
EIMREIÐIN
legra virðist það, að Trotzky, sem ávalt hafði ráðist á stjórn-
arfar Stalins frá vinstri, væri sá, er stjórnaði öllu þessu á hak
við tjöldin.
En ef maður athugar þá þróun, sem átt hefur sér stað i
Rússlandi undanfarin ár, þá verður alt þetta skiljanlegra.
Athugum hvað Stalin hefur gert. Hann hefur látið Rússland
ganga inn í þjóðabandalagið og gert hernaðarbandalög við
borgaraleg ríki. Hann hefur þvingað kommúnista allra landa
til að leita samvinnu við sócíal-demókrata, sem áður voru
kallaðir höfuðstoð auðvaidsins. Hann hefur lýst því yfir, að
mestu máli skifti fyrir verkalýðinn að vernda hið lagalega lýð-
ræði, en láta alla drauma um heimsbyltingu eiga sig. I innan-
ríkismálum hefur hann gert marga hluti, sem ekki eru að skapi
hinna gömlu holsévikka. Hann hefur kent þjóðinni að tigna
föðuriandið (,,hið sócialistiska föðurland"), og látið hana
vita, að henni bæri skylda til þess fyrst og fremst að hugsa
um það. Aljjjóðahyggjan gamla er úr sögunni.
Sovétþjóðfélagið sjálft er orðið að einu heljarstóru skrif-
stofubákni, sem Stalin og ráðherrar hans drotna í með stuðn-
ingi hersins og flokksins, en sovétin sjálf eru varla annað
en ráðgjafarsamkundur, jirátt fyrir alt hið marglofaða sovét-
lýðræði.
Hinar glæsilegu framfarir, sem orðið hafa á Rússlandi, hafa
að visu bætt kjör alls jiorra manna að mun, en þó ekki meir en
jiað, að jafnágætur sovétvinur og sócíalisti og enski lögfræð-
ingurinn Pritt, sem var ákveðinn fylgismaður Stalins í Moskva-
málunum, heldur því fram, að Rússland standi hvað lífskjör
manna snertir töluvert langt að baki ýmsum borgaralegum
lýðræðisríkjum, t. d. Norðurlöndum. Hinar miklu breytingar
í Rússlandi hafa orðið sérstökum atvinnustéttum í hag, t. d.
faglærðum verkamönnum, er hafa mjög liá laun, stáliðnaðar-
mönnum og „teknikerum“. Það er jiessi hálaunaverkalýður í
Rússlandi, er setur svip sinn á borgirnar þar, og hann hefur í
einu og öllu hafið sig langt upp yfir það stig lífskjara og menn-
ingar, sem meginhluti verkamanna á við að búa.
Verkfræðingar, emhættismenn, herforingjar, forstjórar og
annað slíkt fólk hefur líka mjög háar tekjur, að ekki sé talað
um blaðamenn, listamenn og rithöfunda, sem oft hafa hærri