Eimreiðin - 01.01.1939, Page 82
68
SVAR VIÐ „ENN UM BERKLAVARNIR‘
EIMREIÐlS
arar fái aldrei krabba, en ekki hefur það verið vísindalega
sannað fyr en rétt nýlega, að frægur franskur læknir, að
nafni Blier, tólc að íhuga þessa trú. Eftir vandlega rannsókn
komst hann að þeirri niðurstöðu, að trúin sé bygð á reynslu,
er aldrei bregðist, sé því vísindalegur sannleikur. (Evenjbodifs
Digest, júlí 1938, lils. 30).
Illa er S. J. við að játa, að krabbi sé að aukast, þó dánar-
skýrslur sýni það víðast, ef ekki í öllum löndum. Og ekki vill
hann kannast við, að krabbinn ásæki fremur börn nú en fyr-
Segir það sé ekkert nýtt, að börn fái sarkamein. Það er alveg
rétt, en sarkamein eru ekki lirabbamein (carcinoma), en þaö
eru þau mein, er ásækja börn mikið meira en nokkru sinm
áður svo sögur fari af. Auðvitað þektist krabbi í lungum fyi'ir
40 árum nóg til þess, að honum væri lýst í kenslubókum, en
hann sást varla eða þektist í vanalegum praksis, þó algengur
sé nú.
í nýrri ritgerð um lungnakrabba er því haldið fram, að
krabbi hafi aukist á síðustu árum í Bandaríkjunum um 20%>
en lungnakrabbi um 81%, og eftir skýrslum sé hann nú orð-
inn jafntíður og brjóstkraBbi. A Englandi er hann einnig tal*
inn tíðari en áður. í Þýzkalandi er talið að þó krabbi sé heldur
í rénun eftir líkskoðunum að dæma, hafi lungnakrabbi stór-
kostlega aukist. Skýrslur Sxdsslands, Téklcóslóvakíu, Austui"
ríkis, Ungverjalands, Danmerkur, Frakldands, Rússlands og
Argentínu sýna liið sama. Einn rússneskur höfundur segi>‘
þessa aukningu lungnakrabba svo mikla, að hann leggur til
að stofnuð séu sérstök hæli fyrir sjúklinga með þann sjúk'
dóm. (Journal-Lancet, dez. 1938, bls. 507).
Enn er það á mig borið, að ég hafi tekið „traustataki“ hja
S. J. einhvern vísdóm. Nú er það ekki lengur hreinlætishjalið’
eins og ég hélt eftir að hafa lesið næst siðustu grein hans 1
Eimreið. Nú er það orðið nokkurskonar Spartverjauppeldu
sem hann þykist hafa uppfundið, þó hinum siðaða heimi haf*
verið um það kunnugt nú í 2500 ár eða lengur. En hvernig :1
nokkur maður að taka traustataki það, sem ekki er til ? I eng1'1
af greinum S. J. er nokkursstaðar að finna nokkra þá tillögu’
er að gagni gæti orðið eða nokkurt orð af nýjum fróðleik, f)'1