Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 92
78
KYNJ ÖFNUNARSTEFNAN
eimiieiðin
Það er ekki ætlan mín að fara að ræða um ragnarök yfir-
vofandi heimsstyrjaldar. Skelfingarnar, sem menn telja að
þar séu í vændum, hafa verið svo vel útmálaðar í blöðum og
útvarpi, að þar þarf varla um að bæta. — Ég ætla mér ekki
heldur að ræða um þá óhugnanlegu stéttabaráttu, sem hinn
hraði vöxtur tækninnar hefur hrundið af stað hjá menning-
arþjóðunum og hugsanlegar afleiðingar hennar. — Það eru
yfirleitt ekki liinar stærstu meinsemdir aldarinnar, sein ég
ætla hér að gera að umtalsefni, heldur kvilli, sem ekki er
að vísu neitt bráðdrepandi, en gæti engu að siður orðið tals-
vert alvarlegur, ef hann héldi áfram að ágerast. Þessi menn-
ingarkvilli virðist ekki endilega hafa þurft að standa í órjúf-
anlegu sambandi við þá ringulreið, sem ofsahraði aldarinnar
hefur skapað, heldur er líkara því að hann hafi meðfram bæzt
i hópinn eins og til þess að hjálpa til að gera alt ennþá vit-
lausara. — Kvillinn, sem ég á hér við, er kynjöfnunarstefnan-
Það má segja, að ekki hafi neitt verulega farið að brydda
á þessari stefnu fyr en á síðari hluta síðustu aldar. — Eins
og kunnugt er, flæddi um þær mundir stórkostleg frjálslyndis-
alda yfir löndin. Fáni hinna lcúguðu var hvarvetna dreginn
á stöng. Með ómótstæðilegu afli voru A'öldin dregin úr hönd-
um þeirra, sem höfðu undanfarnar aldir notið þeirra eins
og sjálfsagðra forréttinda, og fengin í hendur hinum undir-
okiiðu stéttum. Þrælahald var bannað og yfirleitt hvarvetna
leitast við að brjóta á bak aftur hverskonar yfirgang og órétt-
indi. — Það var því ekki nema eðlilegt, á þessum tímum gagn-
rýninnar, þótt augu manna tækju nú líka að beinast að sam-
búð kynjanna meira en verið hafði, enda voru menn ekki
lengi að uppgötva, að það væri síður en svo, að alt væri þar
eins og skyldi.
Það er ekki hægt að neita þvi, að ástand þeirra tíma gaf
á ýmsum sviðum fullkomið tilefni til þess, að hafin yrði bar-
átta fyrir réttindum kvenna. Þröngsýni, samfara vanþekk-
ingu og kreddum, hafði á undanförnum öldum skapað kon-
unni verri kjör og þrengra starfssvið heldur en henni bar.
Mentun hennar náði aðeins örsjaldan því lágmarki, að hún
gæti notið sín til fulls innan síns áskapaða verkahrings, sem