Eimreiðin - 01.01.1939, Page 94
80
IÍYNJOFNUNARSTEFNAN
eimreiðin
eins ínikla þýðingu fyrir mótun skapgerðar einstaklingsins og
þau áhrif, sem hann verður fyrir á barnsaldrinum — eink-
um á 4. til 8. árs aldursbilinu. — Hafi þessar kenningar
við rök að styðjast, er augljóst, hversu einkar áríðandi það
er, að hörnum sé á þessu aldursskeiði séð fyrir sem heilnæni-
ustum andlegum áhrifum. •— Nú verður varla um það deilt,
að það er móðirin, sem ætti að hafa eðlilegasta og bezta að-
stöðu til að móta hugarfar barnanna á þessum aldri. —•
Reynslan hefur sýnt, að almennir skólar ná þar ekki til neina
að litlu leyti. — Það er því óneitanlega mjög illa farið, að
aukin réttindi og mentun kvenna skuli miða að því, að konan
afræki þetta mikilvæga hlutverk og reyni æ meir að koma þvi
yfir á hendur þeirra, sem ekki fá til fulls valdið því.
— Það er engum vafa hundið, að hin stórfelda bylting at-
vinnuhátta síðustu áratugina hefur átt sinn þátt í því að
beina kvenréttindabaráttunni út yfir sín eðlilegu takmörk, og
þar með verða þess valdandi, að konan hefur látið undan síga
í starfsemi sinni innan vébanda heimilisins. — En þetta mun
þó fráleitt vera höfuð-orsökin til hinnar óheppilegu stefnu
hreyfingarinnar. — Höfuð-orsökin virðist þegar frá upphaf1
hafa legið í áttaviltum metnaði forystukvenna hreyfingar-
innar og óeðlilegum metingi -sið karlmennina. •— í stað þess
að benda á hina stórkostlegu þýðingu konunnar í hennar á-
skapaða verkahring, sem lnismóðir og andlegur leiðtogi barna
sinna, og í stað þess að beita sér fyrir fullkominni sérmentun
henni til handa og bættri aðstöðu til að gegna þessu mikil'
væga hlutverki, hlésu þessar ágætu konur til allsherjar at-
lögu gegn karlmönnunum og eggjuðu kynsystur sínar á að
leggja sem víðast fram til atvinnusamkepni við þá og sýna.
að þær væru búnar jafngóðum hæfileikum og þeir til að
gegna flestum þeim störfum, sem þeir höfðu einir haft a
hendi fram til þess tíma. Ungar stúlkur voru hvattar til að
koma ár sinni svo fyrir borð, að þær þyrftu ekki að vera upP
á það komnar að giftast, og giftum konum voru kend ráð
til þess að fyrirbyggja það, að tíðar harneignir gengi nærU
kröftum þeirra og hömluðu þeim frá að starfa utan heimilis'
ins — eða þá frá því, sem kallað er að njóta lífsins. — Yfif'
leilt var stefnt að því að gera konuna sem óháðasta þein'