Eimreiðin - 01.01.1939, Side 138
124
RITSJÁ
eimreiðin
fyrir að kviöa e-n á bls. 79. En ekki skal farið hér i neina lúsaleit. k'rá
útgefandans hendi er hókin prýðilega úr garði gerð.
Jakob Jóh. Smdri.
Davið Jóhannesson: SYSTKININ. Sorgarleikur í 5 þáttuni. — Reykja-
vík 1939 (Rókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar). Leikrit þetta lýsir l>vi,
hvér áhrif yfirsjónir nianna á unga aldri geta haft á líf þeirra sjálfra
og annara, síðar meir. Annars skal efni þess ekki rakið liér, þótt ýinis-
iegt mætti um það segja, einkum hina óheillavænlegu löngun manna
til þess að skifta sér af málunum, þegar í óefni er komið. Virðist oft
svo, sem þá væri betra að l>egja.
Leikritið virðist vera frumsmíð, og eru ýms byrjendaeinkenni á þvi,
t. d. of löng samtöl, sem ekkert koma efninu við, en þrátt fyrir það eru
góð tilþrif í því víða, og það er samið af alvöru og tilfinningu. I'ætti
mér ekki ólíklegt, að liér sé um að ræða mann, sem gæti orðið gott leik-
ritaskáld með tímanum, og það ef til vill í stærra hroti en vér eig-
um venjulega að venjast. Um það er að vísu ef til vill of snemt að spá,
en líkurnar benda ótvírætt i þá átt. Jakob Jóh. Smúri.
Ólafur Jónsson: BELGJURTIR. Ak. 1939 (Útg.: Áburðarsala rikisins).
— Rit þetta i;r sérprentun úr Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands 1938.
Hefur Áburðarsala ríkisins kostað útgáfu þess og látið gera í það all-
margar prýðilegar litmyndir af belgjurtum. Er ritinu skift i þrjá aðal-
kafla: Fyrst er fræðilegt yfirlit um belgjurtirnar, eðli þeirra og þýð-
ingu fyrir ræktunina. Er þar, eins og eðlilegt er, einkum bygt á er-
lendri reynslu. í öðrum kafla skýrir Ólafur frá árangri 9 ára tilrauna
sinna með ræktun belgjurta í Gróðrarstöðinni á Akurevri. Loks eru
bendingar um ræktun og meðferð belgjurta og hina hagfræðilegu þýðingu
þeirra. Kemst Ólafur að þeirri þýðingarmiklu niðurstöðu, að hér á landi
megi vel rækta hvitsmára, rauðsmára, ertur, flækjur o. fl. tegundir
helgjurta með góðum árangri. En til þess að þessar jurtir þrifist á stöð-
um þar sem þær ekki hafa verið nýlega áður, verður að smita fræið með
rótarbakterium. Er það fremur auðvelt. Munu margir kannast við hve
illa úlfahaunir (lúpinur) þrífast, sé þessa ekki gætt. Rótarhakteríurn-
ar liafa þann dýrmæta eiginleika að geta unnið köfnunarefni úr loftinu.
Dessi starfsemi bakterianna bœtir stórum jarðveginn og sparar köfnun-
arefnisáburð að miklum mun. Belgjurtirnar vaxa miklu betur en ella,
þegar bakeriurnar lifa á rótum þeirra og mynda þar linúða. Sömu-
leiðis eykst vöxtur þeirra jurta, sem vaxa með belgjurtunum, eða á
eftir þeim á sama bleltinum. Er þetta mjög mikilsvert fvrir búnaðinn.
Smárinn eykur uppskeruna af túnunum og smárataða liefur nveira nær-
ingargildi en venjuleg taða. Ertur og flækjur auka vöxt hafranna í ný-
rækt o. s. frv. Ættu hændur að kynna sér þetta fróðlega og ódýra rit
gaumgæfilega. Ræktun belgjurta er mjög þýðingarmikill þáttur í jarð-
yrkju nágrannalandanna. Tilraunir Ólafs færa sterkar likur að þvi,
að svo megi einnig verða liér á landi. Ingóifur Daviðsson.