Eimreiðin - 01.01.1941, Side 15
EIMREIÐIN
Janúar—marz 1941 XLVII. ár, 1. hefti
Fáein orð til lesenda.
Það er bæði Ijúft og skylt
að verja fgrstu línum ]}essa
fijrsta heftis Eimreiðarinnar
á ngja árinu til þess að þakka
allar þær mörgu kveðjur árn-
aðar og velvildar, sem rit-
stjóra hcnnar bárust frá les-
endum ritsins, á fimmtugs-
afmæli hans 8. dezember sið-
astliðinn. Þegar móttak-
andi þeirra var, að
kvöldi þessa sama
dags, að festa sér
þær kveðjur all-
aríminni,sem
ýmist komu
með símskeyt-
um, i bréfum, sim-
tali, með sendimönn■
um eða frá vinum, sem
sjálfir litu inn á heimili
hans þenna dag, komu honum skýrara en nokkru sinni áður
i hug sannyrði Hávamála þessi hin fornu: „Auðigr þótt-
umk, es ek annan fann, maðr es manns gaman.“ Auðurinn
opinberaðist í vinsemdinni. Og svo er um samband það, sem
á hefur komizt og æ styrkzt þau seytján ár, sem liðin eru,
siðan hann tók við lítgáfu og ritstjórn þessa timarits, að
styrkur þess sambands og traustleiki er ekki síður þeim þús-
undum lesenda að þakka, sem ritið hefur að notið, en út-
Sveinn Sigurðsson fimmtugur.
1